Ég hef stundum verið veikur fyrir gömlum gildum í Sjálfstæðisflokknum sem voru upp á dögum Bjarna Benidiktssonar. Það voru einstaklingsframtak, ráðdeildarsemi og ábyrgð.
Bjarni Benidiktsson yngri reifaði Icesave- deiluna með flokksmönnum í dag. Þar komst hann aðallega að því að ríkisstjórn Íslands ætti að segja af sér ef afgreiðsla Alþingis Íslendinga yrði ekki þóknanleg Bretum og Hollendingum.
Að mínu mati væri það veikleikamerki að ríkisstjórnin hyrfi af vettvangi, þó andstæðingar hennar í útlöndum séu með múður. Þeir eiga ekki að ráða á Íslandi.
Ég held svo sem að það væri allt í lagi að fá þá að samningsborðinu aftur. Síðan væri hægt að vera þrefa um Icesave langt frameftir næstu öld og þvæla málið á alla kanta, þannig að Evrópusambandi fari að sjá að slíkt málþras skaði hugmyndafræðina sambandsins.
Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða innistæðueigendum í viðkomandi löndum og eru þar með búnir að brjót meginreglur Evrópska efnahagssvæðisins um samkeppnisreglur með þessum ríkisstuðningi. Þetta hefur forstjóri samkeppnismála Evrópu bent á. Bretar og Hollendingar eru búnir að stórskaða Evrópurétt í samkeppnismálum. Bretar eru líka búnir að sýna, friðsamri smáþjóð vítaverða framkomu með setningu hryðjuverkalaga á blásaklausa Íslendinga. Það mun smátt og smátt spyrjast út meðal Evrópuþjóða og ekki auka á heimilisfriðinn á þeim bæ.
Aftur á móti gæti ég haldið að það myndi styrkja málstað Íslendinga ef Sjálfstæðisflokkurinn sækti um aukaaðild að ríkisstjórn Íslands. Og þeir ættu að flýta sér að því áður en umsóknarfrestur rennur út.
Víki verði fyrirvörum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.8.2009 | 19:26 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 483
- Sl. sólarhring: 702
- Sl. viku: 1741
- Frá upphafi: 571047
Annað
- Innlit í dag: 436
- Innlit sl. viku: 1555
- Gestir í dag: 419
- IP-tölur í dag: 410
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega sammála þessu innleggi til umræðunnar.
Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 20:06
Sæll Steini,
Já, það vill nefnilega gleymast að Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða innistæðueigendum í viðkomandi löndum. Þetta vill nefnilega oft gleymast í umræðunni, finnst mér.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 20:07
Ef við gætum dregið "þras um hvort við eigum að borga eða ekki í 7-15ár þá væri evrópusambandið komið í stríð innbyrðis og þessum "smá skuldamáli" mun gleymast í miklu stærri átökum.
Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 20:08
Við verðum svolítið að haga okkur eins og refurinn í þessu máli. Ég held að það séu meiri sóknarfæri í kortunum hjá okkur en menn gera sér grein fyrir.
Ef Bretar og Hollendingar ætla að fara sniðganga vilja Alþingis Íslendinga eru mál kominn á verri veg í Evrópu, ef þjóðir virða ekki vilja þjóðþinga annarra landa.
Það þarf að leiða þetta mál frá milliríkjadeilu og inn í það, að gera það að sameiginlegu úrlausnarefni fyrir ESB.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.8.2009 kl. 20:40
Þetta mál fyrir Bretum er smámál. Þessi upphæð skiptir þá engu máli. Þetta jafngildir stöðumælastektum í Englandi í eitt ár.!!
Þetta er Pólitíst mál fyrir ESB. ÞEir verða að fá íslendinga til að samþiggja þetta til þess að bankakerfi þeirra falli ekki saman, þegar almúginn fattar að þeirra inneignir eru ekki tryggðar, nema að 20.000 Evrum. Áhlaup mun gerast og bankakerfi ESB mun falla. Ríkistrygging Íslands er einungis friðþæing í smá tíma.
ESB ríki munu rífa hvrot annað í sig og sundra sambandingu þrátt fyrir smá friðþæingu í smá tíma. Það mun efnahagsástand þessarra ríkja gera með miinnkandi tekjum, ójöfnuði launa á ESB sværðum og aðgerðum Þjóðverja gagnvart lækkun launa í sínu heimalandi til að koma sínum framleiðsluvörum í verð.
láttu þig ekki dreyma um að ESB komi til hjálpar. ÞEir eiga nóg um sjálft sig.
Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 21:33
Viltu vinsamlegast vera almennilegur við son minn þegar að þú svarar bloggfærslum hans, og biddu hann afsökunar andskotinn hafi það.
Hann er nú búinn að loka sinni síðu, of seint þar!
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 31.8.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.