Er engin fulltrú frá ungu fólki svo sem frumbýlingum og leiguliðum? Hafa þeir ekki einhverra hagsmuna að gæta? Ég hefði haldið það.
Svo hefði ég viljað sjá einhvern aðila sem væri, hvað eigum við að segja, óhlutdrægur eða óvilhallur.
Einhver aðili frá almannasamtökum.
Ég get ekki séð að stórbændur í nefndinni fari að opna sveitirnar sem þeir hafa víggirt með kvótum og búvörusamningum.
Bændasamtök Íslands eru þröngur hópur hagsmunasamtaka og væntanlega munu fulltrúar þess draga taum þeirra sjónarmiða sem gilt hafa í Bændahöllinni s.l. 25 ár. Ekki þar fyrir að þetta er vafalaust hið besta fólk.
Og ráðuneytismennirnir eru sjálfsagt bjartleitir í framan og sómamenn og vilja vel.
En ég er svolítið hissa á að Ámundi Loftsson fyrrverandi formaður Rastar sé ekki í nefndinni. En Bændafélagið Röst barðist á sínum tíma fyrir réttlæti í landbúnaði og voru félagsmenn nokkur hópur frjálsra bænda sem neituðu að láta kúga sig og voru kallaðir skæruliðar í landbúnaði.
Þeirra hlutskipti flestra varð það að fara í skipulagt undanhald úr sveitum landsins og aðrir eru dauðir og blessuð sé minning þeirra.
Ég vona að nefndarmenn lesi ritið Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands eftir prófessor Sigurð Líndal, sem Röst gaf út í samvinnu við Úlfljót tímarit laganema við Háskóla Íslands.
Andvíg breytingu jarðalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.8.2009 | 17:13 (breytt kl. 17:14) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 155
- Frá upphafi: 573473
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 123
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.