Þegar skrifað er undir samning með fyrirvara þá er settur ákveðin varnagli eða skilyrði við samning.
Þannig getur kaupandi húseignar sett fyrirvara um galla eða eitthvað sem er óljóst og hefur hann þá ekki skyldum að gegna við gagnaðila ef það reynist rétt og á jafnvel rétt á bótum.
Skrifað var undir Icesavesamningurinn með fyrirvara Alþingis. Alþingi treystir sér ekki til að samþykkja samninginn nema með fyrirvara um ýmis atriði svo sem lagalegan fyrirvara og efnahagslegan fyrirvara.
Það má í raun segja að það sé rétt sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að innihald samningsins hafi ekki breyst, en ef eitthvað kemur í ljós að við höfum ekki bolmagn til að fullnusta samningin þá gilda fyrirvararnir. Alþingi er endanlegt vald þjóðarinnar.
Ef Bretar og Hollendingar amast eitthvað við þessum fyrirvörum getur það leitt til þess að þeir telji samninginn ekki gildan þá verður það bara að koma í ljós.
Ef þessi mál færu fyrir óvilhallan alvörudómstól, þá má búast við að regluverk ESB um frjálst fjármagnsflæði riði til falls vegna þess að það er gallað.
Ekki báðu Íslendingar, Breta og Hollendinga, um að greiða innistæðueigendum í viðkomandi löndum inneignir sínar upp í topp. Það gerðu þeir af pólitískum ástæðum heima fyrir. Það stríðir í raun gegn aðalhugmyndafræði Sambandsins og er sennilega ólöglegt og hefur forstjóri samkeppnismála ESB gert athugasemdir við ríkisafskipti ríkisstjórna varðandi hlutafélög.
Samkvæmt theoríunni eiga þau einfaldlega að fara á hausinn hvort sem það er banki eða trésmiðaverkstæði.
Fyrirvararnir hljóta að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.8.2009 | 18:16 (breytt 28.1.2013 kl. 16:14) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 566922
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.