Framsóknarflokkurinn hefur átt í nokkrum örðuleikum með fylgi Alþingiskosningum í Reykjavík. Í kosningunum 2007 var þingmönnum flokksins vísað úr Reykjavíkurkjördæmum báðum og náðu þeir ekki kjöri þannig að flokkurinn var þingmannslaus í stærstu kjördæmunum.
Flokkurinn hefur átt við töluvert innanmein að stríða varðandi efnahagshrunið og ábyrgð hans á þeim þætti öllum.
Ólíkt Sjálfstæðisflokknum sem hefur gert tilraun til sjálfsskoðunar og skrifað skýrslu, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki farið í athugun á sínum innri málum. Hjá honum er ójarðsett lík í lestinni. Þessi afstað hans nú helgast af því að vera á atkvæðaveiðum og fiska í gruggugu vatni.
Sterkast hefði verið fyrir Íslendinga að þessi afgreiðsla á Icesave hefði verið studd öllum flokkum miðað við að þessi leið var farin. Hætt er við að Framsóknarflokkurinn sé að skaða þjóðina með þessum prívat atkvæðaveiðum sínum.
Fyrirvararnir þíða það að samningurinn er ekki samþykktur nema að hluta og þá er að sjá hver viðbrögð gagnaðila verða við þessu.
Þessi samþykkt er nokkur tíðindi, hér hefur elsta löggjafarsamkoma risið úr öskustónni og eflt sig gagnvart framkvæmdavaldinu. Eftir sitja framsóknamenn sviðnir og sótugir í framan og bera ábyrgð á brunanum.
Samkomulag í fjárlaganefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.8.2009 | 08:13 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 63
- Sl. sólarhring: 133
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 573531
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 177
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sannaðu til þeir stökkva upp í vagninn þegar til atkvæðagreiðslu kemur.Ekki veit ég hvorir hafast betur við, Sjálfstæðisflokkurinn sem skrifaði þessa fínu skýrslu um sannleikann og lét svo fyrrum formann sinn drulla yfir hanna við dynjandi lófatak landsfundafulltrúa. Hvað varð svo um nefnda skýrslu. Valdamesti maður í flokknum til tuga ára segir að hún sé ekki pappírsins virði og lýðurinn rís úr sætum og fagnar þeirri skoðun hans. Niðurstaða skýrslu endurskoðunarnefndar er trúverðug og fjallar á hirspuslausan hátt um það sem átti hér stað, en henni var ekki fylgt eftir og hreinlega jörðuð.Hvað framsókn varðar þá nýttu þeir sér að vera hlémegin við Sjálfsæðisflokkinn þegar ósköpin dundu á okkur síðastliðið haust. En líkið dröslast með þeim, rotnandi ójarðsett.
Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.