Frá sjónarhóli hins almenna kjósanda í Alþingiskosningunum 25. apríl s.l. eru samskipti innan Borgarahreyfingarinnar og þingmanna hennar mjög furðuleg.
Meðal yfirlýstra markmiða hreyfingarinnar í upphafi var, að hún yrði lögð niður þegar hennar yrði ekki þörf lengur.
Háttsettir foringjar hreyfingarinnar byrjuðu að gera kröfu um að Þráinn Betelsson, nýkjörinn þingmaður segði sig frá Alþingisheiðurslaununum. Þetta átti víst að vera gert til jöfnunar vegna þeirra sem áttu ekki til hnífs og skeiðar. Með þessari kröfu var hinum nýkjörna þingmanni og í raun Alþingi ekki sýnd mikil háttvísi. Þráinn brást við þessu með því að lýsa yfir að hann segði sig ekki frá heiðurslaununum.
Færsluritari kærði Alþingiskosningarnar 25. apríl og taldi þær ólögmætar vegna atkvæðamisvægis. Aðeins einn alþingismaður var sammála kærunni og hafði fyrirvara við álit kjörbréfanefndar, Margrét Tryggvadóttir. Til þess þurfti nokkurn kjark af nýjum þingmanni og kom málefninu vel og gerði álitaefnið styrkara.
Nú hefur framangreindur þingmaður verið að rita vinkonu sinni og haft áhyggjur af því að Þráin ætti í einhverjum erfiðleikum m.a að hann mætti ekki á þingflokksfundi að því er mér skilst. Öllum ætti nú að þykja vænt um að einhver hefði áhyggjur af manni, svo sem ef maður gleymir hvar maður setur lyklana og svoleiðis. Þegar maður er komin yfir sextugt þá ágerist þessi gleymska.
Þráinn hefur brugðist ókvæða við þessu og hyggur á málaferli gegn samstarfsmönnum sínum vegna þess að þeim finnst loks vænt um hann.
Alþingismenn og löggjafarstörf þeirra eru ekki nein prívatmál. Þess vegna verður að gera kröfu til þingmanna að þeir birtist ekki kjósendum eins og fáráðlingar.
Ég sé ekki að Þráinn Bertelsson komist frá þessu máli með því að segja sig úr flokknum. Réttast væri fyrir hann að láta sýslumann dómkveðja tvo valinn kunna sómamenn og meta sig og gefa skýrslu til flokksins og hvort gleymskan væri ekki innan marka miðað við aldur.
Ef Borgaraflokkurinn ræður ekki við þetta mál, er réttast að hann leggi sig niður og segi sig frá þingstörfum eins og upphaflega var gert ráð fyrir.
Þá verða Alþingismenn á Alþingi Íslendinga 59 og ég get haldið áfram að kæra ólögmæti þingsins. En samkvæmt 31 grein hennar eiga þingmenn að vera 63.
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.8.2009 | 17:59 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 27
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 177
- Frá upphafi: 573495
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 144
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona er það að sétja venjulegt fólk í flokk Allt kluðrast.Sorglegt
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 18:07
Stundum gleymi ég hvar ég set lyklana mína og ég held að það komi bara fyrir ansi marga. Byrjunareinkenni á Alzheimer..........hmm?
Að vera með dylgjur um geðheilsu fólks og hvort að það sé með Alzheimer er nóg ástæða þess að Margrét Tryggvadóttir á að láta sig hverfa ásamt Þór Saari og Birgittu Jónsdóttur sem að eru tilbúin að selja sálu sína hvenær sem er.
Ég er sammála þér að því leyti að hreyfingin á að leggja sjálfa sig niður, já og það á stundinni.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 13:03
Þakka þér fyrir innlitið Þórkatla. Kv úr Safamýrinni.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.8.2009 kl. 13:38
Það var ekkert Þorsteinn. Kveðja úr Birkihlíðinni.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.