Alþingi Íslendinga er með elstu löggjafarsamkomum í heimi. Það á sér merka sögu. Forfeður okkar komu ríðandi til þings um langan veg og slógu upp búðum á Þingvöllum og dvöldu þar um hríð við að setja þjóðinni lög.
Jónas Hallgrímsson, sem einn fárra Íslendinga hvílir á Þingvöllum, sagði í einu kvæða sinna þegar niðurlæging Alþingis var mikil: Nú er hún Snorrabúð stekkur. Nýlega brann Valhöll á Þingvöllum svo nú bíður áhugaverð hugmyndavinna þjóðarinnar um að gera eitthvað mjög merkilegt bæði á staðnum og svo ef til vill gagnvart þinginu og lýðræðinu sem ber það uppi.
Lög Íslendinga, Grágás, sem eru frá þjóðveldistímanum, eru merk og ítarleg lög. Þar er gerð grein fyrir því á hvern veg þjóðin á að haga sér og hafa samskipti svo allt gangi nú rétt fyrir sig.
Stjórnmálamynstrið þróaðist frá goðorðum, sem voru nokkurskonar kjördæmi þar sem ákveðinn höfðingi ríkti, yfir í nútímann.
Með Gamlasáttmála gengumst við Noregskonungi á hönd og rek ég ekki þá sögu frekar.
1944 var stofnað lýðveldi á Íslandi. Uppistaðan í því voru kjördæmi vítt og breitt um landið. Eitt af einkennum þeirra var að það var alltaf mikið misvægi atkvæða milli kjördæma. Lengst af höfðu þéttbýlisbúar skertan kosningarétt. Má vera að þar hafi gætt leyndra áhrifa frá goðorðstímanum og einhverskonar höfðingjahugmyndafræði.
Smátt og smátt hefur verið reynt að leiðrétta þetta en gengið treglega. Í raun má segja að hér hafi aldrei komist á lýðræði vegna þessa atkvæðamisvægis. Í raun hefur verið hér flokksræði með landsstærðarívafi. Má t.d. benda á að í dag er stærsta kjördæmið að fólksfjölda með minnst landsrými og minnstan kosningarétt á atkvæðisbæran kjósanda.
Við síðustu Alþingiskosningar var færsluritari búinn að uppgötva að hann var búinn að missa hluta atkvæðavægisins til að koma sér upp þingmanni og bað um 1 1/2 atkvæði á kjörstað. Í huga færsluritara var lýðveldið orðið að hlutafélagi þar sem borgararnir voru með ójafnan kosningarétt.
Þessu var neitað og var þá ekkert annað að gera en að berjast fyrir rétti sínum og voru því Alþingiskosningarnar kærðar. Erum við tvö sem stöndum að kærunni, færsluritara og íbúi í Suðvesturkjördæmi, Ingibjörg Hauksdóttir í Garðabæ.
Úreltar forsendur fyrir ójafnræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.8.2009 | 18:57 (breytt kl. 22:22) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 566933
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endilega komið þessu til skila til sem flestra gott fólk við á dekkinu erum búin að fá nóg ´
http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw
Besta kveðja frá www.icelandicfury.com munum nota þann stuðning sem kemur inn fyrir niðurhal á tónlist til að skila af okkur "rannsóknum og reynslu" á ævintýrinu "Útgerð á Íslandi" í samanburði við aðrar þjóðir og meðferð hráefnis frá fiskveiðum Íslenskra sjómanna/kvenna
Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!
sjoveikur
Sjóveikur, 12.8.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.