Þráin

Fólk er reitt og sá sem er reiður svangur og örvinglaður getur eflst í mótþróa sínum og svona ástand getur skapað ringulreið. Þráin eftir byltingu er mikil en til hvers er bylting ef engin er foringinn og og byltingarflokkarnir klofnir og engin veit hvert eigi að stefna eða hvað að gera.

Veturinn sem í hönd fer verður harður. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld og frjálsfélagasamtök með stuðningi ríkisvalds komi upp aðstöðu þar sem fólk geti komið saman og rætt málin og fundið fyrir samstöðu. Styrk stjórn þarf að vera á slíkum stöðum þar sem áfengi verði ekki haft um hönd. Engin sérstaklega skipulögð dagskrá sé, bara að fólk tali saman og rífist ekki nema mátulega. Svo væri hægt að spila Framsóknarvist, nei fyrirgefið félagsvist ætlaði ég að segja.

Hér er líka komið gullið tækifæri fyrir Ríkisútvarp og sjónvarp að sýna frumleika og nýmæli. Er ekki alltaf verið að tala um að Ríkisfjölmiðillinn eigi að vera til staðar þegar vá eða almannahætta er. Ég býst við því að menn geri sér grein fyrir því að hér er hættuástand.

Stjórnvöld verða að fara gefa út yfirlýsingar um að enginn verði hrakinn út á Guð og gaddinn.

Nauðsynlegt er að efla samstöðu meðal þjóðarinnar við þessar erfiðu aðstæður þó það sé nú kaldhæðnislegt að segja það við það ástand sem nú er

Stjórnvöld verða að koma á fót og/eða fela almannavarnarnefndum að fara yfir öryggismál svo sem, birgðastöðu, lyfja, matar, rekstrarvara og aðfanga. Það þætti lélegur bóndi sem ekki hugaði að ásetningi og heyforða.

Þjóðin verður að fara að finna að það sé hugað að öðru en að karpa um Icasave. Sálin skiptir líka máli þó það sé vísindalega sannað að hún sé ekki nema 7 grömm.


mbl.is Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband