Sveifla

Dekkin eru misstór undir eftirvögnum. Eftir því sem dekkin eru minni myndast sveifla á eftirvagninum eftir því sem hraðinn vex, nokkurskonar pendúlshreyfingar. Ef saman fer að krókurinn er hár frá vegi og eftirvagninn liggur ekki fram á krókinn margfaldast sveiflan. Að loku missir eftirvagninn rásfestu og fer að stýra dráttartækinu og bæði tækin verða stjórnlaus.

Þetta eru fræði um krafta og tog. Ég hef séð eftirvagn sveiflast svona aftan í bíl. Sjálfur á ég hestakerru sem er með mjög nákvæma ballans þ.e.a.s. ef hrossin eru ekki fest nógu framarlega í kerruna er hætta á ferðum.

Þetta er allt mjög vandmeðfarið. Ég samhryggist fólkinu sem lendir í þessu og bið fólk að fara varlega og aðgæta allar aðstæður.


mbl.is Jeppi eyðilagðist og hjólhýsi splundraðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband