Nú eru stjórnvöld farin að titra af því að það er engin komin í handjárn eða fangelsi út af hruninu. Það hringlar bara í handjárnum í sölum Alþingis.
Forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands hurfu úr sínum störfum með tugi milljóna króna fyrir vel unnin störf og engar kærur á bakinu vegna bankahrunsins.
Komið hefur í ljós að tveir athafnamenn og fjármagnsstjórnendur hafa verið að færa fjármagn milli landa. Það er eðlilegt að menn séu að færa fjármagn milli landa, þar sem hugmyndafræði Evrópu byggist á frjálsu fjármagnsflæði. Skárra væri það nú.
Þetta var raunar gert í sveitinni í gamla daga og raunar enn. Bændur voru reka fé í afrétt og svo var safninu smalað og rekið til rétta og þar drógu menn sér fé eftir mörkum. Þetta gekk allt saman að vísu hægar fyrir sig. Nú draga menn sér fé í bönkum og enginn maður kann nein mörk og eru fljótir að.
Áður fyrr spurðu bankastjórar kúnnann að því, , Hvort ætlarðu að kaupa þér jörð eða skip góði". Nú ýta menn bara á ENTER- takka í sínum banka og þá flýgur fármagnið á milli landa í rétta dilka eins og í réttum.
Það er þessi hnattvæðing og hraði sem gerir allt eftirlit svo erfitt og í raun hæpið. Sérstaklega þegar menn eiga sín peningshús prívat og persónuleg en eru þó að díla með annarra manna fé.
Fjármálaráðherra og utanríkisráðherra eru að kýta um loftrýmiseftirlit þessa stundina. Gott væri að þeir færu að athuga hvaðan okkur stafar mest ógn og fara líma yfir ENTER-takkna í bönkum.
Utanríkisráðherra var afskaplega hróðugur vegna þess að aðildarumsókn okkar hefur verið tekinn til skoðunar og sagði að við myndum fá margar spurningar sem við myndum svara og svo kæmi skýrsla í desember 50-62 og 1/2 blaðsíða frá ESB.
Ég vildi nú að við spyrðum hvort ekki ætti að ræða nýja bankahugmyndafræði og samband sparifjáreiganda við bankann og tryggingar og hinsvegar samband skuldunautarins hinsvegar. Eða má gera ráð fyrir bankahruni á 5-10 ára fresti á Evrópusvæðinu.
Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.7.2009 | 21:27 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 11
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 85
- Frá upphafi: 566949
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langar að benda á smá reglur í sambandi við það sem þú segir í þessum fína pistli : "Það er þessi hnattvæðing og hraði sem gerir allt eftirlit svo erfitt og í raun hæpið."
Úti í hinum siðmenntaða heimi er til regluverk sem bankar fara eftir. T.d. er ekki hlaupið að því að senda háar upphæðir á milli reikninga nema "góður" reikningur fylgi, þ.e.a.s. að því sé treystandi að peningarnir séu sendir til þess að "borga" hlut eða hugmyndavinnu.
Sama má segja um peninga sem koma inn á þessa reikninga, þú getur ekki fengið háar upphæðir nema að þú getir sannað að þú hafir unnið fyrir þeim.
Bankar (enn í hinum siðmenntaða heimi) eiga jafnvel til að neita að taka við peningum inn á þinn reikning ef þeir treysta ekki þeim sem sendir peninginn. Þ.e.a.s. ef þeir telja að um peningaþvott sé að ræða.
Þeir eiga heldur ekki í neinum vandræðum með að frysta reikninga Péturs og Páls og tilkynna yfirvöldum um grunsamlega hegðun einstaka bankareikninga.
Hvernig unnu íslensku bankarnir ? Sinntu þeir skyldum sínum ?
Besta leiðin til þess að komast hjá svona eftirliti er auðvitað að eiga hlut í bankanum eða eiga vini og vandamenn sem eiga banka. Þá sleppur þú við allt svona óþarfa eftirlit sem skapar bara vesen.
Ég tek fram að þetta eftirlit er MJÖG strangt.
Lilja Skaftadóttir, 29.7.2009 kl. 10:46
Takk fyrir fróðlegt innlegg. Það er gott að velta svona breytingum fyrir sér eins og tölvusamskiptin eru og allt þetta greiðsluflæði. Það getur virkað að svo að maður virki gamaldags en það þarf nú stundum að snúa öllum hlutum við til að kryfja málin.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.7.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.