Línuveiðarinn Pétursey ÍS 100 var eitt af þeim mörgu skipum Íslendinga, sem færði hungruðum Bretum fisk þegar þeir voru að lenda undir járnhæl nasista í seinna heimstyrjöldinni og voru ósjálfbjarga að útvega sér fiskmeti. Smátt og smátt er það að koma í ljós hvað straumhvörfum þessir flutningar höfðu á gang styrjaldarinnar og sigur Bandamanna gegn Þjóðverjum.
Þorsteinn Magnússon móðurbróðir minn var þar skipstjóri á skipinu og Hallgrímur Pétursson frændi stýrimaður og er ég nefndur eftir þeim.
Línuveiðarinn Pétursey varð fyrir árás þýsks kafbáts 12. mars 1941, 59 gráður og 33 mínútur N og 12 gráður og 16 mínútur V. Kom þýskur kafbáturinn U-37 úr kafi kl:18:26 og hóf skothríð á Péturseyna úr fallbyssu og 37 mm hrískotabyssu. Lögðu kafbátsmenn brúna í rúst og skutu frammastur skipsins niður. Þrátt fyrir að skipið væri allt sundurskotið gekk erfiðlega að sökkva því. Skothríð var hætt kl:18:43. Níu mínútum síðar sökk skipið með stefnið upp. Engan björgunarbát sáu kafbátsmenn, en þrír menn sáust á braki úr skipinu. Sigldi kafbáturinn við svo búið í burt. ( Heimild: Friðþór Eydal. Vígdrekar og Vopnagnýr. Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlandshafið. Kafbátahernaður Þjóðverja við Ísland 1997 bls. 124-246 ).
Móðuramma mín fékk bætur fyrir Þorstein og gat keypt sér Stað í Skerjafirði. Sömu bætur hafa verið greiddar fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki veit ég hvernig skipið eða farmur þess var bætt.
Íslendingar fengu Marshallaðstoð efir stríðið og var af sumum talið að það hefði verið óþarfi þar sem við höfðum ekki verið beinir þátttakendur í stríðinu. Lengi hefur það legið milli hluta hvort við höfum verið þátttakendur en seinnitíma sagnfræði hefur þó talið að svo sé.
Því er þetta rifjað hér upp að mér hefur fundist Bretar gert lítið af því að þakka okkur þessa björgunaraðstoð og nú um stundir umgengis okkur sem ókunna þjóð og beitt okkur hryðjuverkalögum.
Á sama tíma og við verðum fyrir leifturárás fjármagns frá þeim vegna stórgallaðra reglna Evrópusambandsins. Höfum við í engu komið vörnum við og erum leikskoppar óvandaðra afla bæði innanland og erlendis. Mun þessi árás fjármálahyskisins draga úr okkur mátt, en við munum ná okkur á strik og munum koma lögum yfir þá sem í aðförinni voru.
Því er nauðsynlegt að endurskoða samskipti okkar við Breta í ljósi sögunnar og gefa okkur nægan tíma til þess. Við höfum til þess úrræði og það eru fiskafurðir eins og framangreind færsla sýnir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.7.2009 | 16:36 (breytt 10.5.2023 kl. 11:15) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 39
- Sl. sólarhring: 413
- Sl. viku: 840
- Frá upphafi: 570137
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 750
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.