Það er kunnugt úr jarðfræði og vatnafræði að óbeislaðar jökulsár geta í vorleysingum ruðst með heljarkrafti fram , sprengt af sér íshelluna og borið aur og möl yfir haga og ræktarlönd. Þarna eru óbeisluð náttúruöflin að verki. Þar fær maðurinn engu um ráðið. Þegar aftur á móti búið er að virkja jökulvötnin eru hlutirnir með allt öðrum hætti, árnar renna fram með fyrirfram ákveðnum hætti og er því stýrt af stjórnkerfi virkjanna. Jafnvel örfoka eyrar og heilu undirlendin dalanna verða að ökrum.
EES og ESB regluverkið hvílir á 4 stoðum m.a. Frjálst flæði vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, atvinnu og fjármagnsflutninga. Það hefur verið kynnt viðkomandi þjóðum að þegar á heildina er litið að þá sé það til hagsbóta viðkomandi þjóðum og sameiginlegur samkeppnismarkaður.
Forstjóri Samkeppnismála Evrópusambandsins varaði strax við því, í nóvember s.l., þegar hver ríkisstjórnin á fætur annarri í Evrópu fór að lýsa því yfir að þær myndu tryggja bönkunum heimalands síns fé, að slíkur ríkisstuðningur raskaði samkeppni á markaði. Síðan hefur lítið heyrst af forstjóranum.
Það sem hefur gerst á Evrópska efnahagssvæðinu er stjórnlaus fjármagnsruðningur eins og jökulsárnar okkar, án nokkurrar vitrænnar stjórnunar. Sameiginlegar leikreglur hafa verið hálfgerðir fósturvísar, engin módel hafa verið til að byggja á. Samt sem áður hefur þetta verið sameiginleg hugmyndafræði sem þessi tilraunastarfsemi með þjóðríki byggist á. Við höfum orði verst úti vegna smæðar okkar.
Mér virðist því að mjög mikill galli sé á þessu sameiginlega regluverki og hugmyndafræði og hæpið að ein 300.000 manna þjóð geti tekið á sig ábyrgð á því tilraunaverkefni.
Þetta hlýtur því að verða sameiginlegt verkefni Evrópuþjóða að leysa og ábyrgjast. Og búa síðan til stýringu eins og þegar jökulvötn eru virkjuð, öllum til hagsbóta.
Ég vil því leggja til við alþingismenn, að mynda samstöðu og búa til nýtt uppkast að Icesavesamningi. Og senda samninganefndina út með það. Það hefur nú oft verið þrefað og karpað í Evrópu um smærri efni. Evrópusambandi er nefnilega dauðhrætt um að þetta mál lendi fyrir dómstólum. Því þá er hætt við að spilaborgin hrynji.
Í því uppkasti yrði megin hugsunin sú að í svona málum væri litið á Evrópusambandið sem hvert annað byggðasamlag og í svona tilfellum greiddu þjóðir í hlutfalli við mannfjölda og tekjur. Annað er alger fjarstæða og að engu hafandi.
Icesave skatturinn verður ofviða íslenskri þjóð og það ber að hugsa málið allt upp á nýtt út frá sameiginlegri ábyrgð Evrópuþjóða.
Getum staðið við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.6.2009 | 18:43 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.