Rétt ályktað hjá Khamenei

Hér á landi birtist framangreind heimska í fréttinni í því, að menn þykjast vera flytja frumvarp um kosningar þar sem hægt er að raða frambjóðendum í sæti á lista eins og það sé eitthvert úrslitaatriði.

Ekki er byrjað að líta til þess að kjósendur hafi jafnan atkvæðisrétt og það lagfært, sem er grundvallaratrið lýðræðisskipulagsins, einn borgari eitt atkvæði.

Hér hefur verið búið til kosningagettó, Suðvesturkjördæmi, þar sem kjósendur hafa 1/2 atkvæði og hægt að færa rök fyrir því að helmingurinn af mannskapnum er með engan kosninga rétt. Miðað við önnur kjördæmi. Þar ættu alþingismenn að vera 16 ef allt væri með felldu, en eru 12.

Svo tönglast ríkisútvarpið á kosningasvindli í  Íran, en dregur lappirnar þegar borgari vill afhenda fréttastofu kæru vegna misvægis atkvæða á Íslandi og fréttafólk er víggirta af eins og í Rómversku hofi með víðar og stórar tröppur. Og svo er því svarar til að það sé ekki vaninn að menn komi fótgangandi með erindi til fréttastofu. Ekki einu sinni boðið upp á kaffi eins og gert er á bæjum þegar tíðindi spyrjast út.

Hér á landi virðist kosningaréttur miðast við búfjáreign kjördæmis. Það virðist alla vega vera beint samband þar á milli. Ég finn enga aðra skýringu. 

 


mbl.is Heimskuleg ummæli Vesturlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband