Suðvesturkjördæmi er stærsta kjördæmi landsins með 58202 kjósendur og hefur 12 þingmenn en ætti að réttu að lýðræði að hafa 16 þingmenn. Þar hafa kjósendur 1/2 atkvæði miðað við kjósendur í Norðvesturkjördæmi: einnig er með réttu hægt að segja að helmingur kjósenda í SV-kjördæmi sé með atkvæðisrétt miðað við kjósendur í NV- kjördæmi en hinn helmingurinn eða 29101 kjósandi sé án atkvæðisréttar. Þetta er stærsta kosningagettó landsins og svolítið furðulegt að fólk skuli láta bjóða sér þetta.
Þetta vita þau Guðfríður Lilja og Ögmundur alþingismenn VG í Suðvesturkjördæmi og því eiga þau mjög erfitt núna að ákveða sig í Icesavedeilunni. Eiga þau að standa með þjóðinni eða eiga þau að ábyrgjast skuldir útrásarvíkinganna og Landsbankans h/f? Þau eru raunar komin í sjálfheldu ásamt Atla Gíslasyni alþingismanni VG í Suðurkjördæmi. Bardaginn stendur raunverulega um Suðvesturkjördæmi og halda stöðu sinni þar.
Það mun gerast með einhverjum hætti að kjósendur í þessu kjördæmi fá fullan kosningarétt og 16 alþingismenn. Framboðskandídatar eru þegar farnir á stjá í kjördæminu og bíða óþreyjufullir í biðröðum. Þeir eru farnir að láta sjá sig í stórmörkuðum og alstaðar þar sem fólk er, því þarna eru sóknarfærin til þingmennsku. Af þeirri ástæðu er pólitískt umsátursástand um Suðvesturkjördæmi.
Hvað sagði fv seðlabankastjóri ,, Við borgum ekki skuldir óreiðumanna".
Umsátur um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.6.2009 | 21:04 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1397
- Frá upphafi: 566781
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1247
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég mæli með að Björgólfur og félagar verði handteknir og eignir þeirrar. allar eignir verði seldar upp i icesave skuldirnar. og ég vona að fréttir með fyrirsögnum sem vísa í hvað bíður þessara manna verði á forsíðum blaðanna næstu mánuði.
GunniS, 27.6.2009 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.