Við Alþingiskosningarnar 25. apríl s.l. hefur komið í ljós að borgarar lýðveldisins Íslands sem eiga heima í byggðum fyrir botni Faxaflóa og upp til Hellisheiðar og Bláfjalla, nánar tiltekið í Landnámi Ingólfs Arnarsonar fyrsta landnámsmanns Íslands, búa við skertan kosningarétt miðað við borgara í öðrum byggðum landsins.
Þetta eru Reykjavíkurkjördæmi norður , Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi.
Af þessu tilefni var riturð kæra 1. maí 2009 vegna þessa mismunar og afhent dómsmálaráðherra og byggist kæran á lögum nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Kæran er unnin af lögfræðingi og stærðfræðingi. Kæran er undirrituð af tveim kjósendum, sem hafa hagsmuni að gæta og sem eiga heima í ofangreindum byggðum, færsluritara, Þorsteini H. Gunnarssyni Reykjavík og Ingibjörgu Hauksdóttur í Garðabæ.
Dómsmálaráðherra sendi Alþingi kærunna til úrskurðar eins og mælt er fyrir í lögum. Mér er ekki kunnugt um að kæra, sem varðar þetta ágreiningsmál, hafi áður borist Alþingi til til úrskurðar.
Á fyrsta fundi Alþingis var kosin kjörbréfanefnd sem tók þegar til starfa. Hún skilaði áliti til fundarins m.a. um kæruna og sem var afgreitt í fljótheitum og án umræðu. Sjá vef Alþingis. Það sem vekur athygli við afgreiðslu nefndarinnar, er að ekki er um það getið að aflað hafi verið lögfræðiálits um ágreiningsmálið, ekki var óskað umsagnar eins né neins. T.d umboðsmanna listanna í kjördæmunum en það er lagaskylda að senda þeim afrit af kærunni. Engin var kvaddur fyrir nefndina t.d kærendur og athugað hvort sættir gætu tekist í málinu, áður en kjörbréfanefnd afgreiddi málið til þingsins. Allir voru nefndarmenn þó einróma um mikilvægi þessað jafna atkvæðisrétt en gerðu ekkert í því, þó hér væri komið kjörið tækifæri til þess. Þess skal getið að Margrét Tryggvadóttir alþingismaður var með fyrirvara og kvaðst vera sammála kærendum í meginatriðum.
Rétt er að benda á, að á þeim fundi sem kæran var úrskurðuð sat á forsetastóli Alþingis handhafi framkvæmdavaldsins, sjálfur forsetisráðherra, sem hafði hagsmuna að gæta vegna sinnar nýmynduðu ríkisstjórnar. Í stjórnarskránni segir: 2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.
Hér má sjá kæruna í heild sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.6.2009 | 16:41 (breytt 18.10.2012 kl. 20:55) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.