Castró fær fréttir

Það er nú alltaf gott að geta fengið fréttir af nágrönnum sínum og hvað þeir eru að bauka.

Nú er Castró búinn að frétta að Bandaríkjamenn ætli að loka pyntingabúðum sínum á Guantánamo sem er bækistöð Bandaríkjamanna syðst á Kúbu. Þar hafa þeir landsréttindi um aldur og ævi, eins skrítið og það nú er.

Ég held að það sé nú kominn tími til að Bandaríkjamenn aflétti viðskiptabanni af Kúbu og fari að koma almennilega fram við þessa nágranna sína.

Bandaríkjamenn eru nú alltaf fyndnir þegar kemur að málaferlum gegn einstaklingum.

Frægt er með endemum hvernig þeir létu við heimsmeistara sinn í skák Bobby Fischer, sem vann það sér til óhelgi að sinna frumskyldu sinni sem heimsmeistari; að tefla skák. Hann lauk ævi sinn sem íslenskur ríkisborgari eftir mikið málastapp og í miklum ágreiningi við uppruna þjóð sína.


mbl.is Sökuð um að hafa njósnað fyrir Castro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband