Læra af reynslunni

Við strand togarans og losun virðist hafa átt sér stað röð ófyrirséðra mistaka og óhappa. Mestu skiptir að allir séu á lífi og læri af reynslunni. Það þarf alltaf eitthvað svona til að endurnýja hana.

Einu sinni var ég á vakt á útstíminu á netabát, en skipstjórinn hafði kastað sér á hrygginn. Ég veitti því athygli í að báturinn nálgaðist mjög hratt land. Þegar 1/2 míla var í land ræsti ég skipstjórann og sagði honum að við værum á leið upp í fjöru og hvort það væri ekki viturlegt að breyta stefnunni. 

,, Jú, jú góði við skulum breyta stefnunni " sagði hann og neri stírurnar úr augunum.

Ég vona bara að þessir sjómenn sem hér eiga hlut að máli mæti við Minningaröldurnar  í Fossvogi á Sjómannadaginn og þakki Guði fyrir að standa þar í jakkafötum og með bindi, í staðin fyrir að vera áletrun á Minningaröldunum og minningin ein.

Nú eru 50 ár frá því að vitaskipið Hermóður og Hafnafjarðartogarinn Júlí fórust í miklum veðrum.


mbl.is „Auðvitað bregður manni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband