Mínar aflaheimildir?

,, Þorvarður sagði bókfærða eign sjávarútvegsfyrirtækja, vegna aflaheimilda, nema um 200 milljörðum miðað við árslok 2008.

Hver gaf leyfi fyrir því að bókfæra aflaheimildir sem eign? Er minn hluti þarna innifalinn?

Í lögum segir:

1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Þetta á öllum vitibornum mönnum að vera ljóst.

Þorvarður segir en fremur: ,, Sagði hann það gefa „auga leið“ að fyrning þessara bókfærðu eigna, án þess að skuldir minnkuðu á móti, myndi koma sjávarútvegsfyrirtækjum í mikinn vanda ". 

Þetta er nú meiri röksemdafærslan hjá Þorvarði. Aflaheimildirnar verða afskrifaðar á 20 árum. Á sama tíma greiðir útgerðin vitaskuld niður skuldir og afskrifar skip og búnað. Menn eru varla svo miklir skussar að þeir ætli ekki borgað af lánum. Eða er ætlast til að einhver annar borgi lánin?

Eftir 20 ár er dallurinn orðinn ryðdallur og úr sér genginn og settur í brotajárn. Aflaheimildirnar verða komnar vítt og breytt um landið, nær miðunum, þar sem sjómenn sækja á sparneytnari skipum en nú eru notuð. Og útgerðarmaðurinn komin á Hrafnistu.

 


mbl.is „Hendið þessari hugmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að bóka í heimilisbókhaldið mitt minn hluta af súrefni landsins.

Hvað ætli það séu margir rúmmetrar? Svo ætla ég að passa að aðrir andi ekki að sér mínum hluta og ef svo fer þá rukka ég leigu af viðkomandi. Fín tekjuleið í kreppuni.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Birgir, ég spurði einu sinni hæstaréttarlögmann sem nú er hæstaréttardómari eitthvað svipaðrar spurningar. Hann svaraði eitthvað á þá leið að þetta væri áhugaverð spurning, hún væri vissulega fræðileg.

Nú er er um að gera að fara bara að bóka í gríð og erg. Hvað með útsýnið maður eða fegurðina; allt bókað. 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.6.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband