Stefnuræða forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur var á dagsskrá Alþingis nú í kvöld og umræða um hana.
Jóhanna fór yfir þá erfiðleika sem yfir þjóðina hafa dunið og eru kunnir. Hún ræddi um fyrningaleiðina í sjávarútvegi og var margorð um Evrópusambandið. Hún talaði af festu og myndugleika og það duldist engum að þar fór Fósturlandsins freyja.
Næstur á mælendaskrá var formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benidiktsson. Hann taldi að ríkistjórnin ætlaði að þjóðnýta aflaheimildir í sjávarútvegi með fyrningarleiðinni. Taldi að útvegsaðila muni leggja öll langtímaplön til hliðar vegna þeirra umræðu. Bjarni kom vel fyrir og var mátulega vígreifur.
Steingrímur J. Sigfússon talaðu næst og var langorður um sigur VG í kosningunum sem þeir unnu út á að gera búvörusamning við bændastéttina 10 mínútur fyrir kosningar og vitlaust kosningakerfi og ólýðræðislegt. Gætti nokkurrar Þórðargleði hjá honum í garð Framsóknar og Sjallanna að þeir sætu nú á á hliðarbekkjum en ekki í stúku eins og hann. Færðist hann allur í aukana og tók Bjarna Ben á beinið. Steingrímur er duglegur og fylgin sér enda hefur hann gengið frá Reykjanesi að Langanesi beina línu og horft ofan í hverja sveit. Hann fór vitlaust með að við værum kynslóðin sem bæri ábyrgð á hruninu. Ég vísa þessu algerlega á bug og tel að það séu í raun fámenn klíka sem ber ábyrgðina.
Næst talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann taldi að minnihlutastjórn VG og Samfylkingar hefði verið ráðríkis minnihlutastjórn, sem er sennilega rétt hjá honum þegar litið er til baka. En nú þegar hún er orðin meirihlutastjórn vill hún samráð og sættir. Hann taldi að að stjórnin hafi keypt nýjasta flokkinn á þingi, Borgarahreyfinguna sem ég held að sé orðum aukið. Borgarahreyfingunni er gefið pólitískt nef og vill komast til áhrifa í nefndum en vill ekki verða nein hornkerling eins og Bergþóra sagði forðum. Framsóknamenn hafa sennilega eignast ágætlega skynsaman foringja.
Þór Saari gerði grein fyrir tilurð Borgarahreyfingarinnar og uppruna. Taldi hann að 20. janúar sé upphafspunktur þess að eitthvað fór að gerast. Þór virkaði rólegur og yfirvegaður og ekki kom fram í máli hans að þar færu keyptir menn við eitt né neitt.
Nú þegar mikil upplausn er í þjóðfélaginu er aldrei sem fyrr, nauðsynlegt að frjálsir borgarar standi vörð um lýðræðið og gefi valdahópum og klíkum aðhald sem reyna að seilast til áhrifa í skjóli glundroða og ringulreiðar.
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.5.2009 | 22:30 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 29
- Sl. sólarhring: 403
- Sl. viku: 830
- Frá upphafi: 570127
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 740
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt, við verðum á vaktinni
Sævar Finnbogason, 18.5.2009 kl. 23:00
Mér sýnist að Borgarahreyfingin sé að innleiða heilbrygð vinnubrögð á Alþingi en sést hafa lengi. Tekur gjarnan undir með stjórninni þegar góð mál koma frá henni. Fólk vill ekki horfa uppá stjórnarandstöðu sem mótmælir öllum málum í anda gamallar flokkapólitíkur.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.