Framboðsfundur
Framboðsfundur flokkanna var boðaður á Hofsósi. Björn var á lista hjá Framsókn og kveið fundinum vegna þess að hann taldi Framsókn eiga undir högg að sækja og hafa lítið fylgi á staðnum. Fyrir fundinn sást til Björns þar sem hann var að pukrast innan um unglinga út undir vegg á samkomustaðnum. Fundurinn hófst og Björn var með framsögu fyrir sinn flokk. Að lokinni ræðu hans glumdi við dúndrandi lófaklapp og undruðust andstæðingar hans þetta mjög. Gekk þetta svona allan fundinn, alltaf var klappað fyrir Birni í hvert skipti sem hann tók til máls.
Eftir fundinn kom málsmetandi maður á staðnum að máli við Björn og spurði hvað hann hefði viljað unglingunum fyrir fundinn. Björn var skjótur til svars. " Nú, ég var að gefa þeim nammi svo þau klöppuðu fyrir mér".
Umræður á Alþingi
Á Alþingi hafði Björn gaman af því að láta þingheim hlæja þegar hann hélt ræður. Var ekki sjaldan sem þingheimur veltist um af hlátri þegar hann steig í pontu. Björn var m.a. valinn skemmtilegasti maður þingsins af grínblaðinu Speglinum. Eitt sinn flutti Vilhjálmur Hjálmarsson þáverandi menntamálaráðherra í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, gagnmerkt frumvarp um grunnskóla. Að lokinni framsöguræðu sinni settist Vilhjálmur í sæti sitt. Hann sér þá að Björn tekur sig upp úr sæti sínu í þingsalnum og stefnir til sín. Taldi Vilhjálmur að nú ætlaði Björn að þakka sér fyrir skörulega framsöguræðu og gott frumvarp. Björn gengur til Vilhjálms, hallar sér að honum og hvíslar í eyra hans: " Hvernig er það Vilhjálmur, það hló enginn".
Dregur úr biðröðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.4.2009 | 19:17 (breytt 3.3.2010 kl. 21:44) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 161
- Frá upphafi: 573479
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 129
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsileg mynd hjá þér og góðar sögur.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.