Kosningsögur af Birni á Löngumýri

Björn á Löngumýri var þjóðkunnur maður á sinni tíð, sem bóndi, alþingismaður, kaupfélagsstjóri og útgerðarmaður. Hann stóð oft í málaferlum. Má þar nefna , tófumálið Skjónumálið, böðunarmálið og stóðhestamálið. Ábúðarjarðir okkar lágu saman.

Ríkir bændur

Þegar Björn var að undirbúa framboð sitt á vegum Framsóknarflokksins til Alþingis í Austur-Húnavatnssýslu lék hann milli leik. Fylgi framsóknarmanna var talið ótraust á Skagaströnd. Björn vildi styrkja stöðuna og gerðist kaupfélagsstjóri þar. Bændur í Vindhælishreppi, sem tilheyrðu félagssvæðinu, voru taldir með efnuðustu bændum héraðsins. Á kosningafundi var Björn spurður að því hvernig stæði á því að þeir væru svona ríkir. Það stóð ekki á svarinu hjá Birni. "Það er af því að þeir borða alltaf minna en þá langar í.

Afkoma launamanna

Stundum áttu nú samt aðrir síðasta orðið í viðræðum við Björn. Eitt sinn er Björn var að stíga í vænginn við kjósendur, kom hann á kaffistofu Kaupfélags Húnvetninga. Þar var m.a. Tómas Jónsson, gjaldkeri félagsins og mikill leikari. Tómas hafði gengist undir uppskurð vegna magakvilla. Björn settist að spjalli og m.a. barst talið að launmálum. Björn sagðist ekki skilja hvernig launamenn kæmust af á einföldum launum. Sjálfur hefði hann mikla ómegð, væri með stórt bú og auk þess væri hann kaupfélagsstjóri og rétt kæmist af.

Tómas svaraði að bragði " Já þetta er nær útilokað. Ég þurfti til dæmis að láta taka úr mér stóran hluta magans til að skrimta", Björn hló ógurlega að þessu og sagði sögu þessa oft.


mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband