Það fór um mig spennuskjálfti, þegar ég heyrði á öldum ljósvakans fyrripart dags að listi Lýðræðishreyfingarinnar væri í uppnámi vegna formgalla. Ég heyrði ekki betur en Lýðræðishreyfingin ætlaði bara að bjóða fram einn lista með 126 persónum. Einn listi fyrir allt landið. Kjörstjórn NV hefði tekið sér tíma fram eftir degi til að rýna í málið.
Ég hugsaði; nú ætla þeir að láta reyna á jafnan rétt atkvæða án tillits til landfræðilegra aðstæðna. Bjóða bara fram einn lista. Láta kjörstjórnir ganga í gildruna. Þær hefðu úrskurðað listann ógildan.
Þá hefði verið hægt að vísa úrskurðinum til dómstóla með þeim rökum að þetta væri eina leið borgaranna til að ná jöfnu atkvæðavægi. Kosningalögin brytu í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur hefði orðið að taka afstöðu til álitaefnisins um jafnan kosningarétt.
Hugboð mitt reyndist ekki rétt. Lýðræðishreyfingin fór að pota listunum inn í kjördæmin. Þarna var náttúrlega gráupplagt tækifæri, að láta reyna á jafnt atkvæðavægi borgaranna.
Eins og kunnugt er hefur kosningaréttur verið ójafn mest allan lýðveldistímann. Þeir sem hafa búið í dreifbýli hafa haft langleiðina tvöfaldan kosningarétt á við fólk í þéttbýlum kjördæmum. Í gegnum tíðina hafa stærðfræðingar verið fengnir til að reikna og reikna og finna út nýjar reglur og kosningakerfi sem eyða þessum mun en hann virðist alltaf vera fyrir hendi.
Það Alþingi sem nú er að hætta er kannski besta dæmið um þetta ójafnvægi. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru með sitthvorn umfram þingmann á kostnað Íslandshreyfingarinnar.
Flestir framboðslistar gildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.4.2009 | 20:29 (breytt 23.4.2009 kl. 12:52) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 298
- Sl. sólarhring: 350
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 573766
Annað
- Innlit í dag: 282
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 274
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.