Ég veit ekki neitt

Þetta er allt fært rafrænt. Þess vegna veit engin neitt. Eins er með allt fjármagnsflæði milli landa. það er fært rafrænt og gjaldkerinn getur verið í kaffi. Það veit engin neitt. Þetta er eins og Þjórsá. Það er ekki hægt að fara telja lítrana sem renna í henni. Hún bara rennur. Að vísu er orkunni tappað af henni og andvirðið rennur rafrænt inn á reikning.

Það eina sem er handfært nú til dags er þegar Mæðrastyrksnefnd og góðgerðarstofnanir fá styrk þá er það handsalað með mjög stórri ávísun og kemur mynd í sjónvarpinu af viðkomendum. Þannig ætti það að vera með stjórnmálaflokkana með styrk yfir 3 milljónir. Menn tækju við þessu með bros á vör og segðu hvort þeir ætluðu að kaupa vínarbrauð eða auglýsingu.

Hér veit engin neitt. Þess vegna er svona komið fyrir okkur. Alveg sama þó menn stjórni heilu stjórnmálaflokkunum eða bönkunum. Það veit engin neitt. Þetta eru allt trúnaðarmál.

Ég vona bara að bændur viti hvenær sauðburður hefst í vor, svo hann komi þeim ekki á óvart.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

 Frábærar útskýrirngar, og sennilega heilmikið vit í þeim.

Hansína Hafsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Þú kannt að koma orðum að þessu Steini minn.  Ég notaði aðra áherslu en þú, skrifaði samt  um það sama í morgun.  Þetta er allt með ólíkindum. 

Skildu þessir menn kunna að segja satt, ég á við í utan þings

Gleðilega páskahátíð í bæinn þinn að norðan. 

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.4.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband