Jón Magnússon fráfarandi alþingismaður segir á bloggsíðu sinni, að það sé með ólíkindum að formaður Framsóknarflokksins veitist að þingflokki Framsóknar, þegar hann segist mótfallinn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um greiðsluaðlögun. Jón Magnússon segir ekki nema hálfa söguna.
Sigmundur Davíð segir að frumvarpið sé stórhættulegt standi það eitt og sér án annarra úrræða. Það verður að hafa rétt eftir. Þetta er sennilega rétt hjá formanni Framsóknarflokksins, það þarf að gera ýmislegt annað meðfram.
Formaður Framsóknarflokksins er væntanlega búin að lesa skoðanakönnun úr Kraganum um að Framsókn missi þar þingmann. Í síðustu Alþingiskosningum komst þingmaður Framsóknar þar, naumlega inn á síðustu metrunum.
Allt stefnir í mikinn sigur Samfylkingar og VG og óvíst hvort þeir þurfi stuðning Framsóknar þó ekkert sé gefið í þessum efnum. Nú eru þær aðstæður upp að ekki er hægt að fá lánsfylgi frá öðrum flokkum. Þess vegna gætu þær aðstæður skapast að atkvæði greidd Framsóknarflokknum falli dauð og ónýt niður.
Þessi vísbending í Kraganum er ekki gæfuleg um væntanlegan árangur í Reykjavíkurkjördæmunum þó ekkert liggi enn fyrir um árangur þar. Framsókn rær því lífróður núna.
Þess vegna er það nauðsynlegt fyrir Framsókn að vera bæði með og móti til að afla atkvæða. Það er list stjórnmálanna.
Þeir eru margir skynsamir framsóknarmennirnir, þó þeir eldri mennirnir hafi stundum lent í vondum félagsskap svo sem við einkavæðingu bankanna og útfærslu kvótamála bæði í sjávarútvegi og landbúnaði.
Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.4.2009 | 18:38 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 11
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 566932
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.