Listi fullveldissinna hefur frestað framboði sínu þangað til í næstu kosningum, er það ekki réttur skilningur? Mér sýnist að fólkið sem fór fyrir framboðinu hafi metið stöðuna rétt hvað varðar það að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn fóru varlega í ályktunum um Evrópumálefni. Í þessum flokkum er það mikil andstað fyrir aðild að hún mun varla vera á dagskrá. Flokkarnir gátu beislað málefnið og komið í veg fyrir flöktfylgi sem Fullveldissinnar hefðu sótt í.
Bleyta er komin í púðrið hjá Samfylkingunni varðandi Evrópumálefnin og þeir hafa enga stöðu til að vera með hótanir gagnvart öðrum flokkum lengur. Hitt er svo annað mál að það getur alltaf þurft að gera einhverskonar hliðarráðstafanir með samninga gagnvart öðrum þjóðum og alltaf getur rekið á fjörur okkar einhverjar lausnir, sem geta komið að gagni.
En þannig er það nú, við getum ekki gefið fullveldið og lagasetningarvaldið frá okkur það er of mikið búið að hafa fyrir því að öðlast það.
Ég tel að með því að láta hreyfinguna lifa sem frjálsa framboðs-og sjálfstæðishreyfingu séu fælingaráhrif hennar mikil. Ég óska henni velfarnaðar.
Hættir við þingframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.4.2009 | 18:30 (breytt 23.4.2009 kl. 13:04) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 260
- Sl. sólarhring: 564
- Sl. viku: 1518
- Frá upphafi: 570824
Annað
- Innlit í dag: 239
- Innlit sl. viku: 1358
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 233
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir hlý orð. Þér er velkomið að taka þátt í hreyfingunni óskar þú þess, eins og öllum landsmönnum.
L-listinn.
Axel Þór Kolbeinsson, 3.4.2009 kl. 21:27
Rétti andinn hér á ferð. Þetta var nauðsynlegt framtak, sem við fáum ekkert að launum fyrir sem að því stöndum. Nema þá sjálfsvirðingu sem hlýst af því að vera fullvalda og geta raunverulega, eins og þú bendir á, haft áhrif á örlög lands og þjóðar og þar með sín eigin.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2009 kl. 00:03
Ég ver nú bara að hryggja þig með því að púðrið hjá okkur í Samfylkingunni er í góðu lagi og kanónan líka. Gott mál að L er hætt við
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.4.2009 kl. 00:05
Fullvalda verðum við ekki fyrr en búið er að opna landið að nýju, fá nýjann gjaldmiðil og góðann samning við önnur fullvalda ríki í ESB.
Það er svo langur vegur frá því að það ástand sem nú ríkir hér á landi eigi eitthvað skylt við fullveldi. Þannig tal er bara óráðshjal piltar mínir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.4.2009 kl. 00:10
Ég sé nú ekki að frjálst flæði fjármagns samkvæmt EES samningi hafi nú fært okkur mikla hamingju. Þvert á mót hefur það komið okkur í alger vandræði og svo mikil að vandséð er að við réttum okkur af. Fyrir séð er að það verða herskarar af lögfræðingum hér á næstunni til að taka lögtök í eignum og framleiðslutækjum. Þetta eru nú niður staðan af allri dýrðinni.
Þess vegna held ég að Evrópusinnar ættu nú að halda þessu hugarefni sínu til hlés, og sjá hverju fram vindur. Afkoma byggist á vinnu og framleiða eitthvað sem er hægt að selja eða nota í vöruviðskiptum eða nota sjálfur.
Ekki ímynduðum gæðum eða framfærslu frá Evrópusambandinu.
Það hlægir mig þegar Evrópusinnar segja að það sé betra að vera innanborð því þá höfum við svo mikil áhrif, en ef við stöndum fyrir utan erum við áhrifalaus um þróun mála. Við verðum eins og heystrá í stórum heystakka.
Það er nú nógu erfitt fyrir almenning að hafa áhrif í eigin landi eins og dæmin sanna. Hvað þá á svona vettvangi sem Evrópa er.
Ég blæs á allt tal um einangrun. Hægt er að hafa samband við umheiminn með ýmsu móti og ekki fæ ég séð að þeir sem vilja vernda fullveldið ætli sér ekki að stunda verslun og viðskipti við aðrar þjóðir og menningarsamskipti. Aftur á móti ef Evrópusambandið ætlar að einangra sig, þá það.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.