Berjaskyr frá Mjólku?

Ég hafði svolítið gaman af því sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins létu hafa eftir sér í ræðu, þegar úrslit voru kominn í atkvæðagreiðslum um embættin.

Bjarni Ben sagði: Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður. Væntanlega hefur þetta verið skyr frá Mjólku.

Þorgerður Katrín sagði: Við verðum að klárum þetta dæmið Bjarni. Skyrið? Koma svo, áfram Ísland. Þetta er íþróttamál. Berjast, berjast, berjast.

Niðurstaða mín af þessum ummælum stjórnmálaforingjanna er þessi: Þau vilja berjaskyr frá Mjólku til að halda kröftum og halda áfram að hrærast í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Þorgerður Katrín ræðumaður landsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Íslenska skyrið er bara gott. Annars minnist ég þess í síðustu niðursveiflu að þá voru bændur og íslenskur landbúnaður undirrót alls ills. Lausnin var innflutningur á ódýrum afurðum frá Evrópu. Bændur þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum. Nú segir nýr formaður Sjálfstæðisflokksins:  ,,Ég er eins og skyr...." og það þykir bara flott.

Sigurður Þorsteinsson, 30.3.2009 kl. 22:00

2 identicon

Vel hrært skyr er nokkuð gott og þessi orð hans Bjarna voru bara nokkuð góð líka. Nú veit ég ekki hvað hann sagði meira þennan dag var eitthvað vit í því?

Skyrið hans Davíðs Oddssonar var aftur á móti gallsúrt og líklegast kekkjótt.

Jón Örn (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband