Lýðræðið getur tekið á sig margskonar myndir. Í samvinnufélögum hefur hver félagsmaður eitt atkvæði. Í hlutafélögum fer atkvæðamagn eftir hlutafjáreign viðkomandi. Árið 1843 var kosninga fyrirkomulag til Alþingis þannig að bændur þurftu að eiga 10 hundraða jörð og leiguliðar að hafa á leigu 20 hundraða jörð til að hafa atkvæðisrétt. Konur höfðu ekki kosningarétt. Í bæjum þurftu menn að eiga fasteign. Í frjálsum félögum ýmis konar eru félagsmenn með eitt atkvæðin hver, nema Bændasamtökum Íslands þar þurfa menn að eiga annað hvort kálfa eð kvóta til að hafa atkvæðarétt um búvörusamninga.
Íslandi hefur í áranna rás verið skipt í kjördæmi og kosið til Alþingis innan kjördæmanna. Í gegn um tíðina hefur myndast misgengi á atkvæðavægi þannig að atkvæði kjósanda í þéttbýlum kjördæmum hafa vegið minna en í dreifbýlli kjördæmum. Þetta hefur verið reynt að laga með breytingum á kjördæmaskipan og uppbótarþingmönnum.
Stjórnmálaflokkarnir hafa verið með ýmsar aðferðir við að raða frambjóðendum upp lista sína. Þar hafa verið notuð forvöl, handraðað og prófkjör ýmist opin eða lokuð.
Við nýjustu kjördæmabreytinguna þar sem landsbyggðarkjördæmin hafa stækkað mikið að flatarmáli er að skjóta upp nýrri tegund af lýðræði. Svo kallað þorpslýðræði. Sá sem býr í stærsta þorpinu eða bæjarfélagi hefur sigur í prófkjörum. Skiptir þá litlu máli um andlegt atgervi frambjóðanda, aðeins að búa í stóru bæjarfélagi, þó á þessu séu vissulega undantekningar. Þessu þarf að gefa gaum í framtíðinni. Áhugavert væri að láta frambjóðendur fara í einhverskonar hæfnismat eða gáfnapróf sem mundi vega inn í endanlega niðurstöðu.
Það er nefnilega ekkert sérstaklega vel komið fyrir okkur Íslendingum nú um stundir og ástæða að rannsaka af hverju það er, þó sjálfstæðismenn telji sig vita hverju um er að kenna.
Einar Kristinn í efsta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.3.2009 | 14:16 (breytt kl. 19:30) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 573402
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn Gunnarsson
Ég verð því miður að gera eina athugasemd við setninguna;
Í Samvinnufélögum hefur hver félagsmaður eitt atkvæði
Þetta á EKKI VIÐ ef samvinnufæelag er deildaskipt. Þannig er með Akupfélögin, þau fáu sem eftir eru. Þetta er trúlega vel varðveitt leyndarmál og ég er ekki viss um að allri félagsmenn í kaupfélögum viti þetta.
Sjá hér að neðan:
Úr Samþykktum Kaupfélags Skagfirðinga sem munu vera hliðstæðar samþykktum annarra kaupfélaga Á félagsfundi eiga sæti með málfrelsi og tillögurétti, auk kjörinna fulltrúa deilda, félagsstjórn, framkvæmdastjóri og skoðunarmenn ásamt löggiltum endurskoðanda félagsins. Ennfremur hafa félagsmenn aðgang að félagsfundum. Fulltrúar eiga þó einir atkvæðisrétt og er hann jafn fyrir alla fulltrúa. úrslitum mála á félagsfundum ræður afl atkvæða nema þar sem lög eða samþykktir þessar kveða á um aukinn meirihluta.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.3.2009 kl. 12:24
Kærar þakkir fyrir ábendinguna Hólmfríður.
Það sem vakti fyrir mér var að draga það fram að í samvinnufélögum hefði hver félagsmaður eitt atkvæði. Þar hefðu engar hagstærðir áhrif á svo sem hvort jarðnæði væri stórt eða fólk ætti vörubíl eða prjónavél.
Það er svo rétt að í samvinnufélögum eins og svo víða er búið við fulltrúalýðræði þar sem félög eru deildarskipt. Hver félagsmaður getur eigi að síður komið sinni tillögu á framfæri til aðalfundar. Þar sem ég þekki til voru þeir mjög vandaðir, nefndir sátu að störfum og síðan skiluðu þær tilögum sem voru svo afgreiddar með atkvæðagreiðslu.
Ég þekki ekki mikið til funda hlutafélaga en eftir því sem ég kemst næst eru engar nefndir starfandi á aðalfundum, minnihlutafólk á erfitt uppdráttar með sín málefni.
Meirihlutinn er þekktur fyrirfram og ræður öllu og síðan er fólki boðið upp á kaffi og vínarbrauð og reynt að hafa þetta eins hátíðlegt eins og hægt er svo fólk fari ekki að ybba sig eitthvað.
Færslan var fyrst og fremst skrifuð til að velta vöngum um form lýðræðisins sem er svo dýrmætt.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.3.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.