Tryggvi Þór Herbertsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi vill að skuldir heimila og fyrirtækja verði færðar niður um 20%. Eftir því sem ég skil málflutning hans telur hann að það sé hvort sem er búið að afskrifa þetta í gömlu bönkunum. Mikið fé kemur til með að tapast í afskriftum vegna gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja á næstunni. Svona flöt lækkun kemur varla að nokkru gagni og í sumum tilfellum að ógagni fyrir sparifjáreigendur í bönkum, þar sem verið er að færa bjargálnafólki fjárhagslegar gjafir þ.e. þeir sem geta staðið undir skuldbindingum sínum. Flóra fjármála fyrirtækja og einstaklinga er svo fjölbreytileg að allar aðstæður verður að meta sértækt og því miður kostar það mikla vinnu sem ekki verður umflúin.
Mikið af eignum mun skila sér inn í bankana og er þegar verið að stofna sérstaka umsýslustofnun um þær. Mikilvægast er að koma fyrirtækjum sem ásetningsfær eru aftur í stand og rekstur og selja þau síðan til einstaklinga eða samvinnuhópa, nema sjávarútvegsfyrirtæki þau eru best geymd um sinn hjá ríkinu. Varðandi íbúðarhúsnæði einstaklinga, þarf að vinna að því að fjölskyldur geti haldið áfram að búa á sínum heimilum en greiði leigu fyrir húsnæðið þar til um hægist.
Ég skil stjórnmál þannig, að hópar fólks komi sér saman um málefni og stefnur og sameinist til að bera málefnin fram til sigurs. Þannig hefur til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn borið frjálshyggjuna lengi á herðum sér en er orðinn örþreyttur. Framsóknarmenn eru löngu búnir að týna samvinnuhugsjóninni en eru núna í einhverjum eftirleitum að henni.
Það sem er sérstakt við þessa hugmynd Tryggva að þetta virðist vera órætt innan Sjálfstæðisflokksins og ekki stefna hans allavega hafa engir forustumenn tekið undir þetta. Það sem ég les út úr málflutningi Tryggva er að hann er að reyna að henda líflínu til Framsóknarflokksins.
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.3.2009 | 17:47 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 573401
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.