Lokið er prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur Hannesson er í 1. sætinu. Hann er mjög traustur maður og gat stjórnað Alþing af röggsemi þó gefið væri í skin að til þess þyrftu menn að hafa setið lengi á þingi. Tvær merkar konur eru svo í næstu sætunum og svo Guðsmaðurinn Karl Matthíasson í 4. sæti. Anna Kristín Gunnarsdóttir er svo í 5. sæti.
Þessi listi er frekar gloppóttur, að vera með 2 af þremur kandídötum frá Ísafirði og er það ekki sigurstranglegt varðandi fólk sem byggir svæði norðan Holtavörðuheiðar. Ég hefði haldið að nóg væri að vera með einn kandídat frá Vestfjörðum. Þess vegna er það nauðsynlegt að færa Önnu Kristínu upp í 3. sætið. Hún hefur sýnt af sér dugnað og hógværð og er vel kynnt á Austursvæðinu. Hún væri í raun vel að 2. sætinnu komin vegna þrautseigju við málstaðinn. Atkvæði á þessu svæði eru öll í uppnámi og má því búast við að Kristinn H. Gunnarsson tíni þau öll upp ef hann kemst eitthvað áfram í hringferð sinni um íslenskt flokkakerfi.
Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.3.2009 | 19:38 (breytt 14.3.2009 kl. 18:50) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 77
- Sl. sólarhring: 441
- Sl. viku: 2460
- Frá upphafi: 572172
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 2210
- Gestir í dag: 75
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki nógu gott fyrir blessað fólkið á Austursvæðinu að kjósa Jón Bjarnason framsóknarmann hjá VG?
Jóhannes Ragnarsson, 8.3.2009 kl. 20:11
Ég held að ég hefði orðað þetta líka einhvern veginn svona. Mér sýnist ekki ára vel fyrir Skagfirðinga og Húnvetninga í þessum kosningum. Ekkert öruggt nema Jón karlinn Bjarnason. En Anna Kristín hefði verið góður fulltrúi hjá S og hefði vafalaust dregið fylgi frá öðrum flokkum í Skagafirði.
Árni Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 20:13
"Hann er mjög traustur maður og gat stjórnað Alþing af röggsemi"
Hann lagði niður Þinghald útaf því að framkvæmdarvaldið fékk ekki mál úr nefnd þingsins þegar það henntaði ráðherrunum. ef slíkt hefði gerst á meðan Sturla var forseti þingsins, hefðir þú og helmingurinn af öllu vinstraliði landsins mætt niður á Austurvöll eða misst sig á blogginu.
tvískinnungurinn og hrokinn gagnvart lýðræðinu er algjör.
Fannar frá Rifi, 8.3.2009 kl. 20:28
Fannar frá Rifi, er það ekki af því að það er þingbundin stjórn og það þarf hver að vita hvað annar gerir. En af hverju mætti engin niður á Austurvelli ,fyrst Guðbjartur var svona vondur maður, það er öllum heimilt að vera á Austurvelli og mótmæla hverju sem menn vilja.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.