Það var gaman að vera í Höllinni á leik KR og Stjörnunnar nú síðdegis. Stjörnumenn voru fylgnir sér og spiluðu flottan leik, nýttu vítaköst vel og voru frábærir að taka fráköstin. Þeir sýndu skemmtilegar og frumlegar leikfléttur og voru hinir djarfmannlegustu.
KR-ingar sýndu ekki nógu mikla aðgæslu, virkuðu trekktir og tvístraðir og var ekki laust við að stundum væri fát á þeim. Vitanlega áttu þeir góða kafla.
Svipurinn á leiknum var góður frá sjónarhóli áhorfanda og þetta var á heildina litið vel leikinn körfuknattleikur og hin besta skemmtun.
Stjarnan er bikarmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.2.2009 | 18:47 (breytt 17.2.2009 kl. 20:58) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 413
- Sl. sólarhring: 447
- Sl. viku: 1214
- Frá upphafi: 570511
Annað
- Innlit í dag: 372
- Innlit sl. viku: 1086
- Gestir í dag: 351
- IP-tölur í dag: 345
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Munurinn á liðunum var sá að þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson, undirbjó menn sína undir erfiðan leik og því komu hans menn vel undirbúinir í Höllina. Benni hafði greinilega ekki gert ráð fyrir þeirri mótspyrnu sem menn hans fengu og hafð því engin ráð leik Stjörnunnar. Það var ekki fyrr en í "tímanum" þegar 1:52 mínútur voru til leiksloka að hann talaði um að taka útlendingana hjá Stjörnunni úr umferð. Það var bara of seint.
Benedikt gerði nákvæmlega sömu mistökin í dag og hann gerði fyrir 11 árum er hann stýrði Grindavík, sem þá var með bestu leikmenn í deildinni, er liðið var slegið út af ÍA í fyrstu umferð úrslitakepninnar.
En það var gaman að fylgjast með leiknum sitjandi í stólnum sínum í Noregi. Næstum eins og að vera heima.
Dunni, 15.2.2009 kl. 21:12
Já, þetta var einmitt það sem ég tók eftir, KR-ingarnir virkuðu svona svolítið sem gamlir óðalsbændur sem hefðu ekki áhyggjur af utansveitarmönnum eða liði í öðrum sóknum.
Það var einmitt það sem fleytti Blikunum inn í úrvalsdeildina hér um árið þegar þeir unnu Njarðvíkinga í Smáranum. Einbeittur vilji og vera var um sig og berjast til hinstu stundar og gefast aldrei upp.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 21:38
Sá leikinn bara í sjónvarpinu, með öðru auganu. Hefur greinilega verið gaman að vera á staðnum.
Ágústa (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:41
Í körfubolta heitir þetta vítaskot en ekki vítakast. Þegar menn vita ekkert hvað þeir gera eins og t.d. í handbolta, þá kasta þeir boltanum eitthvað. Þegar menn spila agaða og skemmtilega íþrótt og vita hvað þeir gera, þá skjóta menn boltanum í í körfuna.
Ég hef t.d. aldrei heyrt um hermann kasta af byssu sinni? Maður heyrir frekar að þeir skjóti af byssunni.
Annars fékk þetta blessaða KR lið það sem það átti skilið, og Teitur Örlygsson fékk nákvæmlega það sem hann átti skilið.
Drambið í þessu KR liði í vetur hefur verið yfirgengilegt. Stuðningsmenn liðsins og blaðamenn hafa talað um þessa heildsalasyni eins og einhverja Kentára. KR liðið sýndi það þarna aftur og sannaði að það er vel mannað af góðum einstaklingum með her þjálfara á bekknum. það er ekki endilega það sama og vel æft lið sem nær árangri.
Þessi vetur er ónýtur hjá KR hvernig sem mótið endar og úrslitakeppnin. Það var greinilegt á öllu að KRingar ætluðu sér að fara taplausir gegnum mótið og vinna allt sem í boði er. Núna er liðið búið að vinna nokkra leiki í röð þegar Grindavik skellir þeim. Þar með fór sá draumur að taka mótið taplausir. Bikarmeistarar verða þeir ekki, það er næsta víst.
Kannski verður framrúðubikarinn og haustmót Vals einu bikararnir sem fara Vesturbæinn. Bikarinn fer amk ekki þangað, ekki frekar en síðustu 18 árin.
Barry Nettles (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:16
Það var ekki laust við að stóri svarti borðinn sem var hengdur upp á svalirnar við enda vallarins yrði hjákátlegur: "KR – Reykjavíkurstoltið". Lýsir KR-hrokanum í hnotskurn ... eða hverjum öðrum myndi detta í hug að hengja svona lagað upp á almannafæri?
Eyjólfur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:23
Sigríður B Svavarsdóttir, 17.2.2009 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.