Laust fyrir aldamótin þróuðust stjórnmál á Íslandi þannig að vinstri menn vildu gera alvarlega tilraun til að sameinast. Venjan hafði verið sú að að hópar klufu sig út úr aðalflokkunum og fóru í svokölluð sérframboð. Hægt er að nefna fjölmörg dæmi um þetta. Við svo búið töldu menn ekki búandi og kallað var afar sterkt eftir sameinuðum jafnaðarmannaflokki.
Niðurstaðan var sú að Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Samtök um kvennalista hófu viðræður um sameiningu þessara stjórnmálaafla. Nýmælið í þessu var að umræðan fór fram innan flokkanna og var afgreitt þar. Ákveðið var að einhenda sér í sameiningu og var það samþykkt í öllum framangreindum flokkum. Fordæmi var víða komið með samstarfi á sveitastjórnastiginu.
Mál þróuðust á þann veg að ákveðinn hópur í Alþýðubandalaginu sem alltaf hafði efasemdir um slíkt samstarf eða sameiningu kaus að vera ekki undir þessari regnhlíf og stofnaði Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Þar var um að ræða málefnalegan og hugmyndfræðilegan ágreining, svo sem afstöðuna til Nató og ESB o.sv.frv. Var það mörgu vinstra fólki hryggðarefni að ekki næðist að sameina alla.
Nú hafa þessi stjórnmálaöfl ásamt félagshyggjuarmi Framsóknarflokksins orðið að taka sameiginlega við þrotabúi frjálshyggjunnar úr fangi Sjálfstæðisflokksins og eru að glíma við þær erfiðustu aðstæður sem þekkjast úr sögunni.
Jón Baldvin Hanniblasson, talsmaður frjáls flæðis fjármagns milli þjóðríkja og fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, telur nú að hann sé sá rétti að taka við Samfylkingunni nú á þessum tímum. Hann ásamt Davíð Oddsyni eru arkitektar þeirra stjórnmálaþróunar, stefnu og leiðsögn sem farið hefur verið eftir fram að bankahruninu.
Jón Baldvin kemur nú fram líkt og Davíð Oddsson og hótar Samfylkingarmönnum að byrja aftur í stjórnmálabaráttu ef hann fái ekki að ráða. Eins og það færi Samfylkingunni meira fylgi eða auki hróður hennar. Í þeim kosningum sem í hönd fara er mest um vert að þeir sem verða kjörnir séu fólk með hugsjónir, stefnu og vilja til að horfa til framtíðar og vinna þjóðinni heilt. Þeir verða að vera trúverðugir fulltrúar sinna flokka, sem Jón Baldvin er því miður ekki í ljósi þessara ummæla.
Jón vill að Ingibjörg víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.2.2009 | 19:41 (breytt kl. 20:25) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 1391
- Frá upphafi: 566775
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1242
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.