Deilur eru nú risnar hjá framsóknarmönnum út af því hver á að skipa 1. sætið í Reykjavíkur kjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum. Eins og kunnugt er á flokkurinn ekki þingmann í tveim kjördæmum höfuðborgarinnar Reykjavík. Framsóknarmönnum hefur fækkað jafnt og þétt. Þeir sem bjóða sig fram eru Einar Skúlason og Hallur Magnússon.
Ekki virðast þessir kandídatar vera bíða eftir því að formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ákveði sig, hvar hann býður sig fram. Sigmundur var að sögn fjölmiðla kallaður austur á land af nokkrum bændur og spurður hvort hann vildi verða formaður. Og síðan signdu þeir yfir hann og veittu honum blessun.
Þá er það hin almenna spurning kjósandans hvort flokkurinn eigi að vera bænda- og útvegsmannaflokkur og verja kvótakerfið til lands og sjávar?
Það er ekki nýtt að klofningur verði í Framsóknarflokknum. Árið 1933 klofnaði Framsóknarflokkurinn og stofnuðu nokkrir þingmenn flokksins, Bændaflokkinn, sem náði mönnum á þing.
Möðruvallahreyfinginn svokölluð klofnaði á sínum tíma út úr Framsóknarflokknum. Margir hafa staðið í þeirri meiningu að sú hreyfing kenni sig við jörðina Möðruvelli, en það hefur verið leiðrétt og var hún stofnuð í skólahúsnæði Menntaskólans á Akureyri sem ber það nafn. Möðruvallamenn búðu sig svo fram með Frjálslyndum og vinstrimönnum ef ég man rétt.
Á sínum tíma klofnaði Framsóknarflokkurinn í Norðurlandskjördæmi vestra út af Blönduvirkjun og bauð fram tvo lista til Alþingis. Svona hefur þetta gengið hjá flokknum.
Skemmst er að minnast þess í aðdraganda flokksþingsins í janúar sl. fjölgaði lítillega í Reykjavíkurfélaginu, að þá var það kölluð fjandsamleg yfirtaka. Þó er sorglegast að hann hafi ekki náð þingmanni í stærstu kjördæmum tveim, því það er margt gott fólk í flokknum en því fer fækkandi.
Einar stefnir á fyrsta sætið hjá framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.2.2009 | 16:29 (breytt 14.2.2009 kl. 10:02) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 389
- Sl. sólarhring: 428
- Sl. viku: 1190
- Frá upphafi: 570487
Annað
- Innlit í dag: 351
- Innlit sl. viku: 1065
- Gestir í dag: 333
- IP-tölur í dag: 327
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.