Hafrannsóknarstofnun hefur fundið risastórar holur á hafsbotni á Drekasvæðinu. Nú er mjög móðins að ræða um það hvort olía finnist á þessu svæði eftir að Össuri ráðherra hefur tekist að tala málið upp. Ég tel það nefnilega skyldu að vera á varðbergi þegar ráðherrar fara að tala mál upp.
Hafró telur að það sé mjög dýrmætt að þekkja hafsbotninn sem ekki skal á móti mælt. En hver er vitneskjan um hafsbotninn? Ýmsir sjómenn og áhugamenn um vistfræði hafa haldið því fram að stóru veiðarfærin sem dregin eru eftir sjávarbotni við veiðar hafi skaðað lífkerfi sjávar og sléttað botninn þannig að búsvæði ungviðisins hafi laskast. Því er rétt að spyrja er þetta rétt? Eru til einhverjar upplýsingar um hvernig sjávarbotninn var áður en farið var að nota þessi veiðarfæri og svo hvernig er hann núna? Eru einhverjar rannsóknir í gangi sem varpað geta ljósi á þessi mál? Spyr sá sem ekki veit.
Sumarið 2008 kom frétt í Ríkisútvarpinu um að óvenju mikið væri um smáseiði í sjónum hér norður um. Strax á eftir kom fiskifræðingur með skýringuna. Sjórinn var svo heitur. Ekki veit ég hvort þetta var rétta skýringin en mér datt einmitt í hug hvort smáseiðin væru heimilislaus.
Einhverju sinni heyrði ég um það að menn hefðu gert tilraun við Vestmannaeyjar með það að henda bílflökum í sjóinn á takmörkuðu svæði. Það stóð ekki á því að það fylltist allt af seiðum og smáfiski á svæðið. Það væri gaman að Hafró væri með svona tilraunir. Ef til vill eru þeir á fullu í tilraunastarfi, ég þekki það bara ekki nógu vel.
Dýrmætt að þekkja hafsbotninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.2.2009 | 17:49 (breytt kl. 23:40) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 131
- Sl. sólarhring: 201
- Sl. viku: 281
- Frá upphafi: 573599
Annað
- Innlit í dag: 126
- Innlit sl. viku: 244
- Gestir í dag: 126
- IP-tölur í dag: 126
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færsla eins og þín er von og vísa. Takk fyrir innlitið og athugasemdir.
Dofri Hermannsson, 12.2.2009 kl. 20:04
Heill og sæll Þorsteinn.
Þessar pælingar þínar eru góðar, það hafa ekki allir verið sammála um störf Hafró í gegnum árin og áratugina, það er nú oft þannig að sjómenn segja eitt en Hafró allt annað í mjög mörgum málum.Við skulum samt ath að margir starfsmenn Hafró eru "gamlir" sjómenn sem hafa bæði mikla þekkingu og reynslu, svo eru aðrir sem hafa það ekki. Ég held að menn hafi ekki þekkt hafsbotnin hér við land nægilega vel vegna þess að við höfum ekki haft tækin og tólin til að rannsaka hann eins og gert er í öðrum löndum.
Að sjálfsögðu er það rétt að þessi stóru botnveiðafæri skaða botninn að einhverju leyti, ég er hinsvegar á því að skaðinn sé ekki eins mikill og sumir vilja halda, ég held líka að hafsbotninn sé fljótur að jafna sig.
Ég tel að botnveiðafæri séu allavega skárri kostur en flot-troll sem voru notuð grimmt hér áður fyrr, að sjálfsögðu skemma þau ekki botninn en þau ná fisknum sem kemur upp í sjó til að hrygna, það tel ég vera meira skemmdarverk á lífríkinu en hin aðferðin.
Við þurfum að ná fisknum sem er í botninum og þetta er besta leiðin til þess, það má hinsvegar ræða hvort ekki sé kominn tími til að setja einhverja reglugerð á stærð þessara veiðifæra í dag, þessi veiðifæri í dag eru orðin mjög stór og öflug enda skipin með gífurlegan togkraft, sum draga á eftir sér tvö troll í einu, það ætti að banna það eins og það á líka að skylda smáfiskaskilju á öll troll.
Auðvita væri best að vera eingöngu með línuveðar og færaveiðar, en við vitum það að það er ekki hægt að banna togara, við þurfum á þeim að halda.
Auðunn Atli (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.