Ísborgin 8. júní - 28. október 1965 Reykjavík-Leningrad

Ísborgin 8. júní - 28. október 1965 Reykjavík-Leningrad

 

Ég var munstraður á Ísborgina 8.júní 1965 og afmunstraður af henni 28.október 1965. 

 

Við sigldum frá Reykjavík út á Atlantshafið og þaðan í gegnum Kattegat til Kaupmannahafnar. Þar fór Haukur mágur minn, en hann var skipstjóri  með mig í Tívolí. Þar var ýmislegt hægt að kaupa. Þaðan fórum við inn í Eyrarsund til Málmeyjar. Þá vorum við búnir að losa okkur við farminn sem hefur verið síldartunnur og síldarmél.  

 

Þegar við vorum í Málmey rákumst við inn í verksmiðju sem var að vinna síldina sem var frá Íslandi. Við fengum leyfi að skoða hana ásamt manni frá verksmiðjunni. Þar rákumst við á loft tæmingarvél. Þetta var ekki komið í notkun hjá okkur. Svo voru reykt síldarflök sett í lofttæmdar umbúðir. Við Haukur töluðum um hvers konar grasasnar við værum að vera ekki búnir að tileinka okkur þessi vinnubrögð, því verðmæta aukningin var vitaskuld mikil. Nú er allt vakum pakkað sem eykur geymsluþol sem gerir það að verkum að hægt er að hækka verðið. Haukur átti mjög góðan vin, Inga, sem starfaði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Og tel ég að Haukur hafi komið þessari hugmynd til hans.

 

Núna veiðum við makríl sem væri gott að setja reyktan í svona umbúðir og er vafalaust hægt að reykja hann lausan, bara taka innan úr honum.  Ég hygg að þeir séu farnir að vinna makrílinn svona og auðvitað síldina flakaða og reykta.

 

Við sigldum síðan inn í Eystrasaltið og inn í Finnska flóann, inn til Leningrad í Rússlandi, eins og borgin hét þá, að lesta timbur. Leningrad heitir núna Pétursborg. Við þurftum að bíða í bugtinni í viku.  Lögreglan var alltaf í varðstöðu á einhverjum hafnsögubátum. Ungt fólk reyndi að koma til okkar að sníkja eða kaupa vín og sælgæti. En oftast komu bátarnir og hirtu unga fólkið og settu í land. Svona voru nú austan járntjalds löndin. Mátti ekki einu sinni versla með tyggjó.

 

Loks komust við að kæjanum og farið var að lesta. Þeir sem unnu við það voru oftast konur á miðjum aldri, stórar og ábúðarmiklar og duglegar. Skipin voru lestuð á þessum tíma, á þann hátt sem var kallað að stúa. Þá var hvert borð lagt ofan á hvort annað og þannig raðað saman. Lestunin kláruð og við höldum heim, Finnski flóinn, Eystrasalt og inn í Eyrarsund Kaupmannahöfn og inn í Kattegat.

Þar lentum við í hættu. Þar var svartaþoka.Þegar komið er út á mitt Kattegat, heyrum við eimpípu hljóð og  sjáum við birtast stórt skip fyrir framan okkur, þarna var komin mikil hætta á árekstri. Við vorum nokkra metra frá miðri stefnu skipsins sem þeytti eimpípuna. Ekki var hægt að víkja  eins og siglingalög mæla fyrir um, þá hefði orði árekstur og við hefðu fengið stóra skipið á miðja Ísborg. Með eldingar hraða   stekkur Finnbogi á stýrið og rúllar því í bakborða, Ísborgin tekur krappan beygju á fullri ferð. Árekstri er afsýrt.

 

Réttu hana af Steini og settu hana á strikið. Ísborgin réttir sig af, hún er í krappri beygju og leggst töluvert á hliðina ,  það kom fát á okkur því, ekki var slegi af. Ísborgin öslar öldurnar  og tekur stefnuna norður á bógin.  Stóra skipið var týnt í þokunni, en sást í radar aðeins  fyrir framan okkur og við vorum öruggir. Finnbogi hefur orð á því hvort áhöfnin hafi rumskað. Engin kom upp í brú. Finnbogi  fer út á bátaþilfarið. minnugur Drangajökulsslysins en þar var hann 2. stýrimaður og fer að aðgæta björgunarbáta og búnaðar, en  sæfarendum er nauðsyn  að hafa slík í lagi. Svakalega brá mér Steini og svo fór hann og horfði í radarinn og allt var okey. í kringum okkur Ég var drullu hræddur, þokunni létti töluvert þegar við eru að sigla út úr Kattegat.

 

 Mín fjölskylda hefur mátt þola mörg sjósslys, Péturseyin var skotin niður allir fórust, Drangajökull fórst í Pentlinum þar var björgun allra áhafnarinnar Vitaskipið Hermóður fórst í Reykjnesröst  Öll áhöfnin fórst með skipinu. Opinn bátur frá Súðavík fórst og áhöfnin með honum. 

 Nú eru við frelsaðir á leið heim.

Við áttu gæfulega siglingu heim.

Amen eftir efninu..





« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband