Ég var á Öskjunni sumarið 1963. Skipið var lestað á ströndinni og var farmurinn síldarafurðir og siglt til Englands, Írlands, Hollands og Þýskalands.
Lagt var á stað frá Reykjavíkurhöfn 28.júní 1963. Siglt á ströndinni sem svo er kallað, þ.e. í krummaskuðum eins og kerlingin sagði. Náð var í fragt sem var aðallega söltuð síld og síldar- og fiskimjöl sem átti að fara til Englands, Írlands, meginlands Evrópu og til Danmerkur.
Um sumarið 1963 frá 28.júní til 18.september var ég á munstraður sem messi á flutningaskipinu M/S Öskju. Skipstjóri var Atli Helgason. Haukur Guðmundsson, mágur minn, var annar stýrimaður. Siglt var norður Faxaflóa og Breiðafjörð og komið norður fyrir land og siglt fyrir Húnaflóa. Þar var eina sjóorustan háð sem hefur verið við Ísland. Stefnan tekin á Ólafsfjörð og tekinn farmur þar og á Siglufirði, lestað var á Seyðisfirði.
Látið var í haf og fyrsti viðkomustaður Edinborg, sem er skosk borg en þetta var fyrsti viðkomustaður minn á erlendri grund svo ég man vel eftir þessu. Það var nótt og ég man ekki hvað var verið að gera þarna sennilega olía og kostur og einhver fragt, Þar komst maður í land og skoða borgina sem var mjög spennandi.
Eitthvað verslað. ég keypti 2 skotapils, gaf annað skólasystur minni í Reykjaskóla. Pilsið þótti sérlega flott og sjaldan sem þessi klæðnaður sæist í sveitinni en allir vissu um þessa menningu Skota. Meira var verslað, ýmsar vörur af þessu tæi. Ég sá pilsið svo 50 árum seinna og gekk ungur maður í því sem var sonur Ragnars í Haga. Ég var á hreppablóti og á Blönduósi og ætlaði ég að ærast af hlátri, bókstaflega hló, mig máttlausan. Hafði ég verið á spjalli við kunningja minn, Hauk á Röðli sem kallaði nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum. "Hví hlærðu svona Þorsteinn?" "Það er svo gaman hérna," og sagði honum frá þessu 50 ára gömla pilsi.
Nú var stefnan tekin tekin á London. Ætlunin var að sigla í gegnum Kílarskurð, en klára England og meginlandið áður. Þá var farið til London. Þar komst ég í almennilegan verslunartúr. Verslaði á Oxford Street og sérstaklega keypti ég í Marks and Spencer. Þarna vorum við Halldóra systir mín í essinu okkar, keypti nælonskyrtur, támjóa skó - þrenn pör og jakka. Ekki með boðungi og dufffelcoat. Allt var þetta samkvæmt nýjustu tísku. Ég hafði aldrei átt svona fín föt og aldrei verslað í svona flottum verslunum. Mikið ævintýri fyrir sveitastrákinn.
Frá Englandi sigldum við til Írlands til Dublin og Cork. Í Dublin fórum við á írska krá og drukkum Guinness bjórinn og sungum íslenska rútubílasöngva. Það var fjör í Skotunum og þeir komu með sín þjóðlög og sungu. Fragt afgreidd á þessum stöðum.
Frá Írlandi sigldum við til Cardiff á Englandi, þaðan í gegnum Ermasundið til Amsterdam. Þar var tekin og losuð frakt. Við sigldum svo til Hamborgar, sigldum upp Elbu og svo niður aftur. Þar kom bátur að okkur og skyndilega slegið af og báturinn kom að skipinu og skipshafnar tollurinn hífður um borð. Það hafði verið pantað áður og áhöfnin fékk þetta afhent í Reykjavík. Tollurinn var þrjár flöskur af sterku og tveir kassar af bjór- Tuborg. Þaðan héldum við áfram í gegnum Kílarskurðinn. Það var mikil upplifun. Þar sáum við dásamlegar kýr á beit. Allar skjöldóttar og sællegar. Þetta var dýrðleg sjón en jafnframt sérstök fyrir sveitastrákinn að sjá allar kýrnar eins á litinn og töluvert stærri en þær íslensku. Þaðan sigldum við gegnum Eyrarsund og tókum stöðuna í Kaupmannahöfn og til Árhús, losað fiskimjöl og komum inn í Kattegat. Þá var þessu að verða lokið.
Frá Kattegat sigldum við til Skagerak. Þar er Histharls sem var mikill löndunarstaður þegar Íslendingar fóru að veiða síld í Norðursjó. Þar kom Arnbjörn bróðir oft en hann var stýrimaður á bát frá Grindavík Þórkötlunni sennilega. Síðan kom Atlantshafið og til Reykjavíkur. Þetta var skemmtileg reynsla, góðir félagar og kokkurinn fínn.
Á heimleiðinni fengum við slæmt í sjóinn við Færeyjar, hvasst og mikill sjór, gríðarleg brot og skipið gekk lítið og bar sí og æ. Verið að slá af, til að verjast brotsjónum. Við komumst ekkert áfram. Skipstjórinn var hálf lasi n, en stóð sig eins og hetja með góða menn við hlið sér, stýrimann og háseta. Ég held að við höfum dvalið við Færeyjar hátt í sólarhring. Þetta var erfitt, en hafðist loks að koma skipinu áfram. Það er mikil upplifun að sjá landið sitt í fyrsta skipti af sjó og greina Stóra-Dímon augum inn í landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.8.2025 | 15:57 (breytt kl. 16:21) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 80
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 1336
- Frá upphafi: 597613
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 1116
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning