Ég upplifði það að fara á hestamannamót á Vallabakkahestamót í Skagafirði, en það var svona alvöru hestamót, aðallega kappreiðar og kenndirí.
Ég fór ríðandi yfir Vatnsskarð með heimamönnum. Átti einn jafnaldra, traustan vin, Jón Sigurgeirsson frá Stóradal. Hann átti moldóttann hest sem hann átti að keppa á, í stökki. Þetta var síðasta sinn sem Vallabakkamótið var haldið held ég, sem var síðan flutt að Vindheimamelum.
Kynni af hestum voru fyrst í Laugarnesinu, en þar áttum við heima.
Sigurður Ólafsson, söngvari og hestamaður, var oft úti við að dedúa við hross og fékk maður að vera í návígi við hann. Þegar að Syðri-Löngumýri var komið sem sumastrákur, þá var maður alltaf að hnoðast á tömdum hestum sem voru barnavanir og reið maður ósjaldan við snærisspotta einteiming.
Ég gekk í Bændaskólann á Hvanneyri og varð búfræðingur árið 1965 og fór svo í framhaldsdeildina sem þá kallaðist búvísindadeild og lauk kandídatsnámi 1970.
Á Hvanneyri máttu skólapiltar hafa einn hest eftir áramót og temja. Gunnar Bjarnason var kennari í búfjárfræðum og þar á meðal hrossarækt. Mér tókst að gera minn hest fljótlega reiðfæran. Við kenndum hestunum að synda í Andakílsá undir brú, þarna skammt frá þar sem heitir Skjeljabrekka. Þar var djúpur hylur til að kenna þeim sundtökin, meira var það nú ekki. Tamningin gekk vel hjá mér og var ég lukkulegur. Gunnar var síðar og samhliða kennslunni, hrossaræktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands. Theodór Arnbjörnsson var fyrsti ráðunautur í hrossarækt, síðan Gunnar Bjarnason, hann var mikill frumkvöðull og gerði mjög góða hluti sem við erum að sjá hvað íslenski hesturinn getur gert á heimsmeistaramótum og þangað koma eingöngu íslenskir hestar. Þetta heimsmeistaramót var glæsilegt fyrir okkur íslendinga og góð auglýsing fyrir land og þjóð.
Það var gott að vera hjá Gunnari, hann vildi spjalla, vissi náttúrlega að við læsum alltaf það sem sett var fyrir, og ástæðulaust að vera að yfirheyra fullorðna menn. Ég var lunkinn að fá hann til að setja á ræður um eitthvað sem var um hrossarækt eða einstök málefni. Þá fór hann á flug og hann var mikill frumkvöðull. Hann lýsti á skemmtilegan hátt hvað ætti að gera með Hveravelli. Gunnar stóð að því að stofna hestamannafélög í Þýskalandi sem var fyrsta landið sem fór að hafa áhuga á íslenska hestinum og myndaðist fljótt markaður fyrir góða reiðhesta. Hann vildi byggja hótel með stórum gluggum þar sem stefnt væri að því að lokka burgeisa að svæðinu. Þeir væru skræfur í norðan stórhríð en þeim gæti þótt gott að sitja við stóra glugga og horfa á hríðina og drekka viskí.
En það var ýmislegt sem var í ólagi hjá okkur, graðhestar gengu lausir og voru Skagfirðingar fyrstir að sinna þeim málum og fóru um afréttir og tóku lausagöngu hesta. Þeir fóru um víðlend ógirt heimalönd og hirtu hesta og létu sýslumann selja þá. Dálítil vakning varð vestan Blöndu af þessu. Hrossaræktarsamband A-Hún stóð fyrir því að smala hestum á Auðkúluheiði undir forystu formanns sambandsins, Páls Péturssonar. Var ég með honum í því verkefni og Einar á Mosfelli.
Arnbjörn bróðir var í heimsókn hjá mér og slóst í för með okkur. Lárus á Grund kom með okkur og var með kerru og var svolítið sprell í honum og gerði okkur förina léttari. Þarna komu tveir hestar í leitirnar og voru seldir. Var nú svolítið skikk farið að komast á þessi málefni og graðhestakóngar orðnir varir um sig. Svo þróuðust þessi mál áfram.
Einn mótmælti graðhesta töku og skaut málinu upp í Hæstarétt og fékk uppboðið dæmt ógilt. En Hæstiréttur hnykkti á því að taka hestsins hefði verið rétt samkvæmt búfjárræktarlögum. Það hefði verið erfitt ef, efi kæmi í það að ræktunin stæði ekki föstum fótum og gæti komið slæmu orði á allt ræktunarstarf. Náttúrulega gæti komist það orð á þennan útflutning að þar væri ekki allt sem sýndist ef einhver efi væri kominn í útflutta hesta um faðerni þá hefði markaðurinn fengið högg væntanlega. Þannig að allt þetta stapp skilaði ræktuninni í meira skjóli.
Egill Bjarnason á Laugarvatni varð hrossaræktarráðunautur eftir Gunnar. Fór hann snemma og hélt héraðssýningar eða kom heim til bænda og dæmdi. Þannig þróaðist þetta allt saman. Ég átti þess kost að að vera með Agli á sýningu og fylgjast með og taka þátt. Einar á Mosfelli var sá sem prófaði hestana og var ekki kátur ef gripirnir fóru að veifa stertinum, enda getur það verið ávísun um að gripurinn væri taugaveiklaður, óöruggur eða kergja og hræðsla gæti verið á ferðinni. Ég sá engan grip á heimsmeistaramótinu, veifa stertinum, en það er merki um trausta skaphöfn.
Þannig er þetta allt að koma vegna elju góðra ræktunarmanna og stóri plúsinn að farið er að kenna tamningu og það gerði útslagið að fá alvöru menntað tamningamenn Áður átti þetta allt saman að vera sjálfsprottið.
Kristinn Hugason er með meistaragráðu í búfjárfræðum. Hefur starfað um árabil hjá Búnaðarfélagi Íslands sem hrossaræktarráðunautur. Hefur starfað víða innan Stjórnarráðsins. Hann hefur verið duglegur á sínu sviði, hefur verið ágætur maður til verka í hrossaræktinni.
Sigurður Ólafsson var frumkvöðull í klæðnaði knapa og hestamanna. Snúlla og Sigurður í Laugarnesi breyttu reiðfata menningu hestamanna, og svo mikið að þau voru talin moldrík, segir í bókinni Söngvarans jóreyk æviminningar.Sigurðar Ólafssonar.
Nú eru knapar komnir í fín reiðföt og allir hinu glæsilegustu. Og má segja að þeir ríði í litklæðum. og er það samkvæmt bókinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.8.2025 | 14:59 (breytt kl. 15:45) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 2
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 479
- Frá upphafi: 596439
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning