Á hverju tímaskeiði höfum við Íslendingar eignast menn sem eru svolítið öðru vís en aðrir. Þeim fer fækkandi og gamlir menn hafa sagt það í mín eyru að það sé menning okkar, þannig að þeir verða ekki skrýtnir. Kannske leikskólarnir?. Gylfi var miklum hæfileikum búin.
Þá má segja frá öllum skipamyndunum sem hann hefur málað og hafa lengi verið í stigum Ættfræðisstofnunnar í Skerjafirði. Sjómenn voru vitaskuld alltaf hrifnir af lögum Gylfa, enda að voru þau mjög góð og alltaf traust melodia í þeim. Vandalaust var að læra þau mjög fljótt, og þau toguðu í mann, Svoleiðis eiga lög að vera. Gylfi gaf sjómönnum mikið, þegar þeir voru við spilið og greiða fisk úr netum örþreyttir og útvarpi var opið söngurinn hljómaði yfir dekkið. Arnbjörn bróðir (Addi)Hann var af sömu kynslóð og Gylfi og sjómaður alla ævi var hrifinn af Gylfa og á dekkinu tóku sjómenn undir með Gylfa. Hann söng gleði og fjör í sál þeirra og tilhlökkun. Og gaf von um að ná einni, skrjálu, þegar komið var í land. Skrjála þýðir, stelpa eða flaska þegar í land var komið, þetta orð hef ég úr æsku minni og unglings umhverfi. Gerði mér ekki grein fyrir því hvað hvort orðið þýddi. Bóas Magnússon mjólkurbílstjóri, bjó í Bólstaðarhlíð og er aðal heimildarmaður um orðið.
Svona var það með Sigurð Ólafsson, sem söng mikið sjómannalög. Held að hægt sé að segja að Sigurður söng kjark í sjómannastéttina og Gylfi gleði þó Gylfi sé farin eru lögin hans eftir og verða og eru einn póstur af menningararfi þjóðarinnar. Ég sendi fjölskyldu Gylfa og vinum hans, samúðarkveðjur.
![]() |
Gylfi Ægisson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.7.2025 | 11:55 (breytt kl. 19:49) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 137
- Sl. sólarhring: 202
- Sl. viku: 708
- Frá upphafi: 592019
Annað
- Innlit í dag: 126
- Innlit sl. viku: 560
- Gestir í dag: 122
- IP-tölur í dag: 122
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning