Hlunnindabréf, Óskabarn þjóðar.

 

Ég er búin að setja upp formúlu fyrir þjóðareignina þar sem allir fá að njóta arðs af auði. Hugmyndin er komin úr ranni Benededikts frá Auðnum í Laxarárdal nyrðri, Þar sem samvinnuhreyfingin varð til, upprunnin.

100_5504Þingeyingar seldu mikið af sauðakjöt til Skotlands. Johan Coghill var sauðakaupmaður og greiddi með peningum. Svo kom að því að bændur þurftu að byggja skemmu undir starfsemina. Þeir vildu ekki hafa hlutafélag um bygginguna, sjálfsagt talið það of nærri kapítalistum. En þeir nefndu afnotin og gáfu út Hlunnindabréf. Það veitti afnot að skemmunni. Bændur kostuðu byggingu skemmunar, og gáfu út Hlunnindabréf ekki veit ég hvernig borgða væri, eftir efnum og aðstæðum?

Hlunnindi er hægt að skilgreina á ýmsa vegu, en lengst hafa hlunnindi verið ýmis náttúruauðlind, dúntekja, laxveiði, fjörubeit. Hér er átt við alskonar náttúruauðlind sem náttúran gefur okkur af sér, en almenningur hefur ekki kost á. Þá má nefna sérstök efnisleg réttindi sem fylgja starfi svo sem frítt húsnæði yfirborganir frír bíll og sími svo eitthvað er nefnt. Það mætti afnema hjá þingmönnum ef þetta kjaftæði heldur áfram, með fiskin í sjónum

Hlunnindabréf byggist á því að á hverju ári á ráðherra að vita um áramót hvað má veiða mikið. Við kosningaaldur fær hver íbúi landsins svo kallað Hlunnindabréf. Reiknuð eru svo kölluð þorskígildi. Þorsígildi eru reiknuð af sérfræðingum færa upp verðmæti loðnu, rækju og önnur not af sjávarfang. Ígildin eru verðlögð sem mest á markaðslegum forsendum. Fjöldi atkvæðisbærra manna er deilt í heildar þorksígilda magn, Viðkomandi getur sett bréfið í sérstakan pott sem stjórnvald ræður yfir og það yrði uppboð á þeim til leigu.

Auvita er hægt að fara auðveldari leið og vera ekki að blanda öllum fisktegundum saman í þorskígildi og hafa þorskinn bara einan og sér á hlunnidabréfunum og vera með sér útfærslu sem ríkið hefði sína aðferð til að allt sé veitt sem veiða má og færi það eftir þekktum leiðum um kvóta og ríkið sett þessar tegundir á markað til leigu og færi það sem kæmi inn til ríkisins. Bloggari er með aðrar þrjár færslur um hlunnindabréf og eru þær tiltækar á netinu,ekki miklar breytingar en nú höfum við þetta svona eftir allt málþófsþrasið. Aðal atriðið að nú höfum við þetta svona.

Bréfin eru geymd í lokaðri geymslu í Seðlabanka Íslands, Síðan eru bréfin boðin til leigu, nánar útfærð um lengd leiguafnota og verður ríkisvaldið að úthugsa kerfi til þess sem Alþingi samþykkir án málþófs 71 gr. Hlunnindabréf má ekki selja. Yfirráðin yfir því eru lifandi einstaklingar, þ.e. þjóðin í sinni tærustu mynd. Hlunnindabréf eru eign ríkisjóðs og má ekki veðsetja þau.Þau erfast ekk. Þetta er eina kerfið sem uppfyllir allar réttlætisreglur.

Leiga af Hlunnindabréfum.væri skipt milli kjósenda og ríkis, eftir einhverri formúlu, sem ekki er komin í huga þess sem rammaði þessa hugmynd inn. Ef einhver ætti ömmu gæti hann fengið Hlunnindabréf að láni ef hann vildi fara á strandveiðar.

Upprunnið úr sál þjóðarinnar og er frumbyggjabréf Óskabréf þjóðarinnar. Gjörið svo vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert með öðrum orðum að tala um hlutdeildarskírteini.

Alls ekki svo galin hugmynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2025 kl. 22:14

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

 HLunnindi er leyfi til að nota einhver til tekin verðmæti, hér að veiða fisk. Ef þú ferð á berjamó þarftu ekki að borga nema þess sé krafist. Getið erum um berjmó í Gágás elstu lögbók okkar  Það hét að lesa bréf sem er svolítið fyndið. Ég veit ekkert hvernig hópurinn borgaði þessi hlunnindabréf. en þau er. Við innleiðingu kvótakerfis var landhelgi jarða afnumin. Áður fyrr gátu bændur veitt sér til matar og kannske eitthvað í saltfisk sem var hægt að selja. Læt þessa duga, vinur vors og blóma

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.7.2025 kl. 16:08

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ef þú klikkar á skjalið þá er hægt að lesa allan textan.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.7.2025 kl. 16:10

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Lesa ber átti þetta að heita.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.7.2025 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband