Greina þarf tekjufall ríkissjóðs vegna Hrunsins

Það væri ákaflega gott að það yrði gerð greining á því hvað Hrunið hafi orsakað mikið tekjufall ríkissjóðs, sem við höfum mátt þola og er nú að koma í ljós og leið af sér afleiðingar fyrir borgarana, svo sem að Landspítalinn er kominn á hæsta viðbúnaðarstig vegna fjárskorts. Hér er verðugt verkefni fyrir Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkin að gera góða greiningu um þetta. Miðflokkurinn væri nú ekki skotaskuld úr því, Sjálfstæðisflokkurinn hefði alveg atgervi til þess, en umhugsunar vert hvort Framsóknarflokkurinn sé orðin svo lúinn og geti ekkert reiknað og í þessum dýrmætu greiningum ættu hinir framantöldu flokkar bara slíta sig frá Framsókn. Greiningar á þessum sviðum eru þjóðarnauðsyn

Hvað gera einstklingar,og fjölskyldur ef tekjufall verður. Það er farið að athuga aðra tekju möguleika, selja eða leiga eign sína. Það er einmitt það sem er verið að athuga núna að þjóðin vill hafa tekjur af þessari dýrmætu eign sem ekki er með kennitölu, en lögspekingar segja þjóðin geti ekki átt kennitölu, þótt þjóðin öll eigi kennitölur. Kannske að stofan kennitölu félag. Sagt er að þorskurinn fái ekki eiganda fyrr en hann veltur um borð. Þetta er lagalegt atriði til að ráða fram úr. Gott til að teygja lopan. 

Þessi mál eru komin á eindaga og bráðum kemur gjaldagi, þegar Landspítalinn er komin á hættulegan stað.

Hver ætlar að taka ábyrgð á því? Eiga bara Jón og Gunna að taka ábyrgðina. 

Hver á að ráða?  Einn virtasti lögmaður þjóðarinnar hefur sagt það að stjórnarandstaðan verði að sætta sig að ráða ekki á ALþingi. Þetta er ekki flóknara en það. 

Það eru meirihluta eigendur sem ráða.

 

 


mbl.is Grafalvarlegt mál en vonar að úr rætist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta fer allt eftir því hvernig þú mælir "ætlað tekjutap".

Snillingar hafa reiknað út að ríkið sé búið að endurheimta allt fé sem það lagði í endurreisn bankanna og gott betur. Ég hef ekki forsendur til að vefengja þá fullyrðingu eins og hún er skilyrt, en tekjutap ríkisins af hruninu var miklu meira en bara þetta afmarkaða reikningsdæmi getur sýnt fram á og var sennilega mun umfangsmeira.

Svo eru tekjur bara ein hliðin því það þarf líka að taka útgjöld með í reikninginn. Jafnvel þó tekjur lækki ekki að ráði geta stóraukin útgjöld skilað miklu tapi þegar allt er saman lagt.

Enn fremur er ríkissjóður sennilega meðal þeirra aðila sem urðu fyrir minnstu heildartapi af völdum hrunsins vegna þess að hann hafði færi á að rétta sig af með niðurskurði og skattlagningu. Það höfðu heimilin ekki og þau þurftu að bera langstærstan hluta tapsins af hruninu.

Heimilin sem áttu enga sök á hruninu voru látin bera tapið.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2025 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband