Vantar peninga í ríkissjóð það er búið að eyða svo miklum peningum

Ég kvíði rosalega ef ég þarf að fara á spítala í einhverja aðgerð og ef það verða engir peningar til að borga hjúkrunarfólkinu.


mbl.is Forsendur byggist á loftinu einu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áhyggjur þínar eru sem betur fer óþarfar.

Það "vantar" aldrei peninga í ríkissjóð því hann innheldur hvort sem er enga peninga heldur er bara efnahagsreikningur ríkisins. Heitið "sjóður" er í þessu tilviki villandi því það vekur upp hugmyndir um einhverskonar peningageymslu en ríkissjóður er það ekki. Ríkið þarf ekki að hafa beinharða peninga undir höndum til að greiða útgjöld því það hefur peningaprentunarvald og getur alltaf greitt úgjöld sín þannig. Með skattheimtu er þessir "prentuðu" peningar svo teknir aftur úr umferð til að hemja aukningu á peningamagni í umferð og halda verðbólgu í skefjum. Það er misskilningur að ríkið þurfi fyrst að innheimta peninga og hafa þá undir höndum áður en það geti greitt útgjöld sín því ferlið virkar einmitt þveröfugt, fyrst greiðir ríkið útgjöld sín (með peningum sem það býr til úr engu) og svo tekur það þá til baka úr umferð með skattheimtu (og þá verða þeir aftur að engu). Þetta er það sem felst í því að vera fullvalda útgefandi eigin gjaldmiðils. Ef það er aftur á móti ekki gott jafnvægi á milli flæðis úr ríkissjóði og inn aftur (hallarekstur) getur það haft verðbólgu og önnur neikvæð áhrif í för með sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2025 kl. 21:46

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Góður pistill hjá þér Guðmundur. En venjulega er tekið svona til máls. Ríkisreksturinn hefur lengi verið í klandri. Það hafa verið misgóðir fjármálaráðherrar. Magnús frá Mel var gætin, Friðrik Shophussson aðhaldssamur, og svona er hægt að tína fjármálaráðherra til og segja eitthvað um þá. En það sem upp úr stendur er að okkur Íslendingum hefur tekist nokkuð vel aðbyggja upp á lýðveldistímanum sem hefur tekið aðrar þjóðir annar staðar margar aldir. Allar kirkjur eru byggðar úr blikki og timbri nema Þingeyraklausturs kirkja sem er byggð úr höggnu grjóti dregið á sleða yfir hópi að vetri til. heldur að það hafi ekki verið puð. Ég sá kirkju í Búdapest sem var byggð. um það leiti sem landnám hófst hér á landi.  Svona gæti ég  skrifða langgund eins og þú, en eigi að síður er er gott að fá svona innslag eins og hjá þér. Sko verbólgu hef ég skilgreint fyrir mig sem átök milli vinnuafls og kapítals og auðlinda. Dýrt tíð sem stundum er nefnt á sama tíma og verðbólga er annað. Það er þegar vantar vörur til að versla með, vegna aðfangvandræða.  Alltaf eilíft tog. Báðir þættirnir jafn réttháir. En styrkleiki fer eftir því hve baklandi er sterkt á bak við þá.   

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.6.2025 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband