Morgunblaðsskeifan á Hvanneyri

Það er engin spurning að Morgunblaðsskeifan hefur gríðarlega sterka söðu á Hvanneyri.

Þeir sem hafa fengið verðlaunin, fá aukin árif í hestamennskunni þegar frá líður.Nemendur leggja sig fram um að hirða um hestana og temja. En auðvitað er mismunandi hversu langt hrossin eru komin í tamningu. Það er draumur hjá nemendum að hreppa Morgunblaðsskeifuna.

Nágranni minn fékk skeifuna 1984, Rúna Einarsdóttir frá Mosfelli. Hún var vel að henni komin. Rúna tók að sér að gæta afréttar girðingar á Kili Hún byrjaði að glettast við Fjalla-Eyvind en hún taldi hann vera verndara sinn þegar hún tók það að sér að vera gæslumaður meðfram afréttargirðinga hjá Sauðfjárveikivörnum. Girðingin er á milli afrétta Biskupstungnamanna og Húnvetninga Í bók sinni, sem Sigmundur Ernir Sigmundsson skifar og heitir Rúna örlagasaga, segir Rúna á bls. 134 frá  hinni eftirsóttu og langþráðu  Morgunblaðsskeifu og tilfinningunniþegar hún var komin í hendur hennar. Það var eftir þriggja mánaða tamingu í Búnaðaðarskólanum á Hanneyri á útmánuðum 1984.  Svo segir hún:,,Mér hefur alltaf þótt einkar vænt um skeifuna.'' Það kemur mjög vel fram í bókinni hvað Morgublaðsskeifan getur haft mikil áhif. Rúna, ásamt unnusta sínum, fengu síðar það verkefni í fangið að vera umsjónarmenn Stóhestastöðvar Ríkisins Þar beið þeira það stóra verkefni að temja Orra frá Þúfu einn merkasta kynbótahest, sem á þeim tíma var uppi á Íslandi. Síðar lágu leiðir Rúnu til Þýskalands, þar biðu hennar mörg verkefni og er það önnur saga, sem má lesa um í bók hennar.

Heimild: Rúna örlagasaga


mbl.is Eyjalín fékk Morgunblaðsskeifuna í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband