Sjávarútvegurinn er í miklu uppnámi

Fullveldi: er það ekki að þjóðin geti ráðið sér sjálf með löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdavaldi. Það notaði hún til að færa út landhelgina og varð að fara í þorskastríð. Þjóðin vann það stríð. Ekki til að gefa útgerðarmönnum veiðiréttinn að fiskimiðunum, heldur til að hafa hindrunarlaust arð af fiskveiðum. Nú eru kvótahafar farnir að halda að þeir eigi fiskinn og miðinn., Þjóðin geti ekki átt neitt svona, eru nú menn vitgrannir. Sennilega halda þeir það að því þjóðn er ekki með kennitölu. Lögvitringar hafa komið með það sjónarmið að þjóðin geti ekki átt fiskinn og miðin. Þá er rétt að minna á dóm Hæstaréttar í Land-og Holtamanna afrétt. Þar komu aðkomumenn og voru að taka hrafntinnu, sem er notuð í sérstakan múr til að draga upp á ytri veggi steinahúsa (blandaða í múrlögn). Þá vildu bændur fá gjald fyrir efnistökuna, því var neitað og varð mikið mál úr því. Þetta er flókið og yfirgripsmikið mál og verður ekki farið í að rekja hér málsatvik og niðurstöður. Niðurstaða Hæstaréttar Íslands í stuttu máli var að afrétturinn var eigendalaus. Þá kom leiðbeining um að ríkisvaldið gæti sett reglur um eigendalausar afréttir. Bændur óku milli kirkna og lásu máldaga í von um einhver bréf sem hægt væri að framvísa sem sannaði eignarhald. Þar var ekkert að finna. Þessa leiðbeiningu tók Alþingi og setti svokölluð þjóðlendulög og af því hlutust mikil málaferli.

Barnaskólar kenndu það í Íslandssögu hvernig landnámsmenn notuð sérstaka aðferð til að helga sér land. Tvær aðferðir voru notaðar. Teyma kvígu hringinn um ytrimörk þess lands til að fullnægja lagabókstafinum, sem átti að gilda sem merki landsins. Sólarhring um fyrirhugað landnám. Eða að kveikja smá elda um væntanlegt landnám og varð að sjást á milli brennu eldanna. Afréttirnar voru ekki formlega settar í lög með þessari aðferð, en hafa lengst af verið eigandalausar. Þar til þjóðlendulögin voru sett eftir leiðbeiningu Hæstaréttar Íslands. Urðu nú mikil málaferli í landinu. Nú síðast var óljóst með ýmsar eyjar kringum landið og er verið að vinna í þeim málum núna. Einhvert eignarhald hefur verið viðurkennt. Þeir eigendur eru sælir vegna þess að afi og amma hafa fengið einhver bréf frá klaustrum og fundist í máldögum kirkna. Nú má segja að við séum komnir á upphafsstað og eins og á landnámsöld með eigendalaus fiskimið. Meira að segja landhelgi jarða eru ekki viðurkennd, þó ýmsar jarðir njóti eignarréttar með einhverri landhelgi. Fiskimiðin eru í raun eigendalaus eins og fór með afréttir í Holta- og Landmannaafréttar dóminum. Þar bjargði Hæstiréttur málum fyrir horn. Nú þarf að gera gangskör að því að Alþingi slái eign almennings á fiskimiðunum og það strax!!! Kvótakerfi var til að bjarga ofnýtingu fiskistofna en ekki sem eign til útgerða, enda deyja útgerðir en þjóðin lifir.

1. gr. í lögum um fiskveiðistjórnun á að tryggja að fiskurinn í sjónum sé eign þjóðarinnar. Sumir eru að tortryggja það og telja sig eiga fiskinn og miðin.

Trillukarl kom til bankastjóra og bað hann um lán og hvað ætlar þú að gera við það? Kaupa trillu. Þú færð ekkert lán.

Trillukarlinn sagði þá að hann færi þá á Selvogsbanka á skektunni. Sumir gamlir sjómenn töldu sig eiga ákveðin mið. Mið er það kallað, sjónhending í einhverja punkta í landi.


mbl.is Sjávarútvegur ítrekað komið þjóðinni til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband