Ódýrara að senda klippu úr þættinum hans Gísla Marteins

Mikið er masað um þessa svokölluðu söngvakeppni, sem er engin söngvakeppni. Bara stikað um sviðið í einhverjum tilbúnum falsheimi.

Það væri hægt að senda úrklippu úr þætti Gísla Marteins þar sem ungt fólk með einn gítar kom með alveg stórgott söngatriði. Svo þessir geimfarabúningar, mjög einhæft búningsgervi, allir eins búningar sem notaðir eru í sláturhúsum. Ég heyrði ekkert lag, en forsenda keppninnar er söngvakeppni. Það var eitt atriðið sem var með söng. Góð laglínan hjá Látúnsbarkanum og svo var hljóðfæri notað og undirleikurinn góður, alvöru píanó.

Satt að segja rennur mér til rifjar, að það þurfi að senda þessa geimfara, sem voru svo engir geimfarar. Þessi uppákoma er afmenntandi. Eins og við erum búin að senda svo mörg yndisleg lög og með fallegri laglínu, jú, jú þetta er söngvakeppni en því fannst enginn staður, einn maður af minni kynslóð með laglínu. Þórdís og Júlí voru með sama stíl og hinir en skoruðu hátt en dugði ekki, en mega vera þokkalega ánægð. Fannst nú Þórdís hefði mátt vera meira sjánleg í atriðinu.

Maður er sennilega orðin gamall þegar maður leyfir sér að rita svona. En satt að segja er melódían alveg að hverfa úr nýjum sönglögum en ég neita því ekki að allt er þetta fólk vel vel menntað sem er að basla í þessum menningargeira og vill vel. En niðurstaðan er komin og við hana verður að una. En það var forvitnilegt að fá álit utan lögsögu Íslands.


mbl.is Þjóðin bregst við: „Djöfull elska ég VÆB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband