Deponering?

Hefur stjórnvaldið ekki leiððbeiningarskyldu? Hefði ekki verið rétt að senda kurteist bréf um og gefa frest. Hefði verið hægt að nota deponeringu?

Hér er ekki um nein svik að ræða og það hafa allir séð það að stjórnmálflokkurinn sem um  ræðir er með gangand alþingismenn um stræti og torg með löglegt kjörbréf í vasanum sem Alþingi hefur gefið út. Afhverju var forseta ALþingis ekki gert viðvart og gert hlé? Og útiskýrt að allir þingmenn Flokks Fólksin sværu orðnir að Jóni Hreggviðsyni en allir sæmilega hreinir og hefðu í mesta lagi stiklað í keldum og séu nú um stundir í nýjum vaðstígvélum. Hann átti auðvitað fresta fundi uppljósra hvernig þetta mál ætti að vera. Og útskýra að flokkurinn hefði málsbætur vegna slóðskapar í stjórnarráðinu

Gamalt fólk getur verið með skert minni og getur gert mistök. Það er ódrengilegt að ætla að fara fram með oforsi í þessu málið. Gefa frest svo hægt væri að hóa í flokksfélag til að ganga frá málinu, á að fara taka einhverja aríu hérna?

Það eru vafalaust til hæstaréttardómar um leiðbeiningar skyldu stjórnvaldsins. Setja þetta á raðgreiðslur svo ríkisjóður lendi ekki í fjárþröng.


mbl.is Unnið að endurgreiðslukröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er langt frá því að vera einsdæmi. Margoft í gegnum árin hefur komið fyrir að flokkar sem jafnvel hafi verið í ríkisstjórn hafi fengið úthlutað styrkjum þrátt fyrir að vakin hafi verið athygli á því að þeir uppfylltu ekki öll skilyrði laga. Viðbrögðin hafa alltaf verið á þá leið að hnippa í viðkomandi flokka og benda þeim á að gera úrbætur á því sem vantaði upp á og svo hefur verið svarað þannig að þetta hafi bara verið "formgalli" sem búið sé að laga, eftir á.

Ef gæta á samræmis í framkvæmd hlýtur því að vera nóg að sá flokkur sem hér um ræðir geri nauðsynlegar úrbætur, sem málsvari hans hefur sagt að muni verða gert á næstunni. Annars væri um að ræða ólíka meðferð sambærilegra mála sem er brot á jafnræðisreglu.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2025 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband