Aðalatriðið er að fjárlagafrumvarpið sé samþykkt án illinda því það stjórnar svo mörgu. Það virðist alltaf vera einhver hugtakaruglingur í gangi með þessa blessaða stjórnarskrá. Það er ofmælt að landið verði stjórnlaust þó svona breyting fari fram. Ráðherrar ráða ekki miklu, það eru lögin sem stjórna landinu, götuvitar halda áfram að loga og umferðarljós stjórna umferðinni, sýslumenn og flest kerfi virka. Höfuð atriði er að fjárlög séu samþykkt fyrir jól. Allir þurfa að fá kaupið sitt svo hægt sé að kaupa jólagjafir. Ég vissi ekki að forseti gæti skipað starfsstjórn. Hélt að hann legði fram beiðni um að stjórnin sæti áfram, sem sagt beiðni. En allt í lagi með það. Hver ræður sínum næturstað.
Ég man þá umræðu hér í gamladaga að alþingismenn gátu lent í því að kaupa jólagjöf fyrir bóndann svo frúin fengi jólagjöfina. Bændurnir eru í önnum á þessum tíma að slást við hrútana. Það er fallegt kvæðið um hrúta eftir Guðmund Inga á Kirkjubóli í Önundarfirði í bókinni Sólstafir.
Mynd.
Þér hrútar,ég kveð yður kvæði.
Sjáið virðinguna sem hrútunum er sýnd, þeir eru þéraðir. Vonandi gengur þetta hjá alþingismönnum að klára fjárlögin, með sæmilega hýra brá og fara vel hvor að öðrum og það verði sæmilegur friður á aðventunni.
Ágætur samhljómur um að klára fjárlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.10.2024 | 19:55 (breytt 17.10.2024 kl. 23:30) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 73
- Sl. sólarhring: 79
- Sl. viku: 519
- Frá upphafi: 569797
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 443
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.