Stjórnvöld stíga heldur þungt til jarðar

Óskaplega finnst manni þetta ljótt mál gagnvart þessum elskulega dreng og fjölskyldu hans. Nú má segja að búið er að útskýra málið samkvæmt lögum, að mestu.En þetta er eins og götóttir sokkar. Gera verður athugasemd við að lögmaður fái ekki upplýsingar um tímasetningu aðgerðarinnar.

Það er í meira lagi skrýtið að stofnun sem stendur í samskiptum við þá erlendu aðila í viðkomandi landi sem förinni er heitið til sé ekki sjáanlegur að vera viðstaddur brottnámið og sýni þau skjöl frá læknum og öðrum sem málið varðar.

Mér fannst konan þarna sem kom í Kastljósþáttinum standa sig vel og útskýra erfitt mál. Hissa að hún skyldi þola þetta álag ógrátandi. Þáttastjórnandinn stóð sig líka vel að leiða umræðuna á þann veg sem málið hefur hlotið.

Ég hef svo sem enga þekkingu á því hvernig á að ganga í svona verk.

Blogga svona til að opna vettvang til þeirra sem láta sig þetta mál varða, geti tjáð sig um það.

Mér finnst illa farið með okkur sem þjóð að láta svona mál fara í þennan farveg og ganga svona harklega fram við fólk í neyð.

Engin lögmaður viðstaddur ha?

Dómsmálaráðherra hafði það mikla mannhyggju til að bera að stöðva þessa atrennu að fólki sem er í neyð.

Guðmundi Guðbrandssyni formanni VG, er þakkað að setja fótinn í þröskuldinn. Það hefði nú verið fróðlegt, að sjá, ef hann hefði farið með hurðarkarminn á öxlunum, út af ríkissjórnarfundinum.


mbl.is Skýra þurfi betur heimildir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband