Þó við lifum í landi sem er hættulegt hvað varðar náttúruna þá þarf oftast eitthvað slys að verða til að stjórnvöld átti sig á hver á að sjáum þetta eða hitt.
Lög um almannavarnir eru til og eftir svona létta yfirferð á þeim liggur nokkuð ljóst hvar er ábyrgðin og hver á að stjórna almannavörnum og skipuleggja þær og halda þeim gangandi.
1.Dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður almannavarna 2.Ríkislögreglustjóri er lykilmaður að skipuleggja almannavarnarkerfi og lögreglustjórar hver í sínu umdæmi.
3.Þá eiga sveitarstjórnir að kjósa menn í almannavarnarnefndir sem hafa með höndum stjórn á sínu svæði og hafa frumkvæði.
4.Björgunarsveitir vítt og breytt um allt land sem leysa flest erfiðu verkinn með sínum búnaði og eru lykilaðilar í björgun á slysstað og hafa gætur á eigin búnaði og mönnun eftir atvikum.
Það liggur nú við að eftir þessi breyttu aðstæður sem birtast hnífaárásum á almennum vettvangi að leikmanni finnist að Laugavegurinn sé orðinn hættulegur staður.
Hér í eina tíð var það oftast, ef maður ók eða gekk niður Laugaveginn þá sá maður gjarnan lögreglumenn á ferðinni gangandi tveir og tveir saman. Nú sést varla lögreglumaður á göngu í almannarýmum.
Bloggari hefur verið á flakki í stórborgum viða í Evrópu og í löndum við Miðjarðarhaf. Sumstaðar hefur maður séð vopnaða verði við skip og í austantjaldslöndum voru og eru hafnir afgirtar með, 2 varðmenn í varðskýlum með riffil með byssusting og í fyrstu fyllist maður óhugnaði við slíkt en það venst. Á Spáni voru verðir vopnaðir snyrtilegrum litlum skammbyssum og þorðu yfir leitt ekki að þyggja sígarettur af áhöfn skips ef í boði voru og ósk um að fá að skoða vopnin.
Nú er bloggari skíthræddur að ganga niður Laugaveginn og mundi skilgreina hann sem hættulegan stað.
Við Íslendingar höfu oft tekið á honum stóra okkar við að fækka slysum á sjó og var ekki vanþörf á að taka til hendinni. Þar hefur komið til sögunnar mikil meðvitund sjómanna, stjórnvalda og almennings til sjósslysa. Stærri og öruggar skip betur búin björgunartækjum og búnað eru kominn, veðurspár ef til vill öruggari.
Nú þarf að gera úttekkt á almannavarnar kerfum í sveitarfélögum og athuga hvort þær séu virkar, bæta þar úr ef þarf.
Lyfta upp fánanum og taka til í þessum málaflokki. Það er hlægilegt þegar farið er að benda á Vatnajökulsþjóðgarð sem einhvern ábyrgaðaraðila eða stjórnvald í nýlegum slysum í íshellum í jöklum.
Stundum finnst manni að það sé ekkert vit afgangs við stjórn í ýmsum málum í landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.9.2024 | 21:04 (breytt kl. 21:19) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 220
- Sl. sólarhring: 584
- Sl. viku: 1021
- Frá upphafi: 570318
Annað
- Innlit í dag: 210
- Innlit sl. viku: 924
- Gestir í dag: 210
- IP-tölur í dag: 209
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.