Frumbyggja réttur

Strandveiðar eru í raun frumbyggjaréttur og léttari í rekstri frekar en þessi stóru járnhólkar sem kalla á miklar afskriftir og mikla ólíueyðslu og feikna mikinn og dýr net og útbúnað.

Margir hafa áhyggjur því þegar að verið er að hefla sjávarbotninn með hlerum og slíkum veiðarfærum. Það gengur óhjákvæmilega á búsvæði þar sem fiskurinn er að alast upp.

Svo er einn þátturinn og hann er sá að ferðamönnum gæti þótt áhugavert að fylgjast með atvinnuveg sem kallast strandveiðar og þar sést fólk en ekki einhver draugabær.

Arnbjörn bróðir var dauðhræddur þegar verið var að skrölta við Eldey með tröllaveiðarfæri. Bjóst alveg eins við að eyjan hryndi.

Spurt er hvernig stendur á því að búið er að afmá landhelgi bújarða, er það einhvert nýtísku þjóðlendudæmi? Ég stend með trilluköllum. Þeir björguð þjóðinni í kreppunni. Þegar engin lífsbjörg var til í kotinu, þá var alltaf hægt að rangla niður á bryggju og hlaupa glaður heim með fisk sem trillukallinn gaukaði að fólki. Þá sagði amma, elsku Doddi mínn voða ertu duglegur, kondu héran Doddi minn, ég þarf að snýta þér. Doddi lærði af afa sínum að stunda sjóinn og þess vegna kunna Íslendingar að vera fiskimenn og skáldin syngja um þá og telja kjark í þá eins og Sigurður Ólafsson í Laugarnesi. Það gefur á bátinn við Grænland.t.d.


mbl.is „Ummæli sem dæma sig sjálf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband