Bloggari var munstraður á skipið:1/7-/19/8 1964 og 1965 8/6-29/10 1965
M/S Ísborg IS 250 frá Ísafirði var síðutogari sem breytt var í fragtskip í kringum 1963 með því að færa brúnna aftar og þannig jókst lestarpláss skipsins. Þeir sem stóðu fyrir þessu voru Guðfinnur Þorbjörnsson, sem átti Vélsmiðju Guðfinns og Birgir Þorvaldsson, forstjóri Runtalofna. Á þessum tíma voru aflagðir gamlir síðutogarar geymdir inn við Klettagarða og þeir félagar renndu hýru auga til þessara togara með það í huga að breyta einum í fragtskip. Guðfinnur var mjög lengi að skoða alla togarana og gerði það mjög vel. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Ísborgin væri það skip sem þeir væru að leita eftir, en hún var heil og óryðguð að kalla. Agnar Hallvarðsson, vélstjóri slóst í hóp með þessum mönnum og seinna keypti Haukur Guðmundsson, skipstjóri sig inn í verkefnið.
Breytingarnar voru þessar: Brúin var færð aftar til að auka lestarpláss skipsins og ný Skandia vél var sett í skipið. Ísborgin hafði verið gufuskip og gufuketillinn var tekinn úr skipinu og seldur Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Má segja að andvirði hans hafi dugað fyrir þessum breytingum. Síðan var skipið málað og sjósett.
Í fyrstu urðu forráðamenn Ísborgarinnar að taka hverri þeirri fragt sem bauðst og má segja að þeir hafi verið hálfgerðir skæruliðar á þessum flutningamarkaði. Oftast var flutningurinn út saltfiskur og heim til Íslands salt, ef það var farið í Miðjarðarhafið. Timbur var flutt frá Rússlandi og Póllandi. Síðan voru allskyns flutningar í Hollandi, Englandi,Þýskalandi Írlandi, Svíþjóð og Danmörku siglt tvisvar í gegn um Kílarskurð þar sem hægt var að sjá dáfögur tún og nautgripi á beit.
Áhöfnin var vel skipuð vönum mönnum en Haukur Guðmundsson, frá Gerðum í Garðahreppi, var skipstjóri, og tók hann með sér tvo stýrimenn sem hann þekkti vel. Þeir voru Georg Franklín og Finnbogi Kjeld.
Undirritaður var um skeið háseti á skipinu. 11 manna áhöfn var um borð. Lítið var um nútíma þægindum í skipinu, engin sjálfsstýring og stóð alltaf einn háseti við stýrið og handstýrði. En vegna breytinganna var Ísborgin mjög há að framan ef hún var ólestuð. Og var þá alltaf hafður maður fram á hvalbak á útkikki. Það var til þess gert að sigla ekki niður smábáta.
Hvað varð um Ísborgina? Undirritaður fékk spurnir af því að hún hefði verið seld niður í Miðjarðarhaf. Heimild Þorkell Guðnason. Þorkell Guðnason tók myndir af skipinu árið 1981. Þá hafði Ísborgin verið tekin út á rúmsjó og færð til hafnar í Nikolaos á Krít þar sem hún var kyrrsett vegna smygls á fíkniefnum. Það hafði vakið athygli löggæslunnar að þessi óhrjálega fleyta var búin þremur ratsjám eins og herskip eru gjarnan búin og gat siglt á fullri ferð í svartaþoku.
Hún var með kúlnagöt á brúargluggum sem munu hafa komið til þegar áhöfnin þráaðist við að hlýða skipunum yfirvalda og fékk skipið á sig skothríð og lenti m.a. á brú skipsins.
Ísborgin lá ansi vel í sjó og gekk 11 sjómílur lestuð og varði sig all vel í þungum sjó og brotum, hreinsaði sig vel.
Höfundur á til sjómanna að telja og hefur skipstjórnarpróf á skipi að 30 sml. og sendir sjómönnum bestu kveðjur og árnaðaróski.
Þorvaldur Magnússon síðast bátsmaður á Ingólfi Arnarsyni. Kallaður Íslandströll. Mynd Jón Kaldal
Skarphéðinn Magnússon er hugsanlega með félögum sínu upp á hvalbk á mynd af Ísborginni þá hún var síðutogari.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.6.2024 | 23:02 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 7
- Sl. sólarhring: 417
- Sl. viku: 959
- Frá upphafi: 565956
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 805
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.