Íslendingar eiga sér sterka og litríka sögu. Hingað komu landnámsmenn, aðallega frá Noregi og upprunnir úr bændastétt og víkingar og lausamenn. Þetta voru engir friðarpostular eða kórdrengir. Hér var gnótt lands sem hægt var að nema með öllum Gögnum og gæðum og þurfti ekkert að borga.
Fljótt sáu menn að það yrðu að vera reglur og lög til að fara eftir og að dómarar dæmdu mál vegna ágreinings. Alþingi var stofnsett, sem var ótrúlegur viðburður í jafn miklu dreifbýli sem var erfitt yfirferðar. Landnámsmenn sáu og vildu stofna alsherjarfélag og nefndu það Alþingi. Lengi vel voru deilur og bardagar, manndráp, brennur og limlestingar. Kristinn siður var tekinn upp á Þingvöllum árið 1000. Varla skánaði ástandið. Smásaman söfnuðust reglur og var það mikill doðrantur sem nefndur var Grágás.
Innanlands braust út borgarastyrjöld og tókust þar á Sturlungar, Haukdælir og Ásbirningar, og voru þetta helstu ættir landsins.
Á Íslandi var goðorða fyrikomulag, svolítð kosningar fyrirkomulag var, en ekki almennt lýðræði. Bændur gátu valið sér höfðingja eða goðorðsmann, sem var þá höfðingi á sínu svæði. Fengu bændur og búalið nokkra vernd hjá goðanum. Eins var hægt að kaupa goðorð. Sturlungaöldinni lauk og endaði svo stjórnarfarið þannig að Íslendingar urðu með Noregskonung yfir sér.
Árið 1944 var stofnað lýðveldi og kosinn fyrsti forseti landsins og var hann kosinn af Alþingi. Einn gaf kost á sér, Sveinn Björnsson.
Nú er fyrirkomulagið þannig að allir geta gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Nokkur skilyrði er um um kosningarnar. Hafa hreint sakavottorð, hafa 1500 meðmælendur í hverjum kjördæmi í réttu hlutfalli við kjósendatölu og aldurstakmark 35 ára.
Forseti leggur ekki fram neina sérstaka stefnuskrá en getur farið fram og sagt hafa eitthvað sérstakt á döfinni og ekki er það ólöglegt að hafa eitthvað stefnumál.
Nú í komandi kosningabaráttu er eitt forsetaefni með eitt mál sem hann setur í forgrunn og hyggst leggja mikla áherslu á það mál, en verður að sjálfsögðu að vinna það í gegn um Alþingi og stjórnmálaflokka. Málefni er: Friður og vinna að því að efla friðinn. Víða hafa brotist fram staðbundnar styrjaldir og er hætt á að allt þetta aukist og stefni heimsfriðinum í hættu.
Íslendingar hafa ekki tekið þátt með beinum hætti í styrjöldum og hafa ekki her. Þeir hafa hins vegar lent í hringiðu seinni heimstyrjaldar með fiskflutningum til Bretlans. Í þeirri styrjöld misstu Íslendingar mörg skip og marga unga og gjörvilega menn. Þekkt er árás Hitlers á þrjú íslensk skip sem sigldu á alþjóðlegu hafnarsvæði í Norður Atlandshafi Skipin voru línuveiðarinn Pétursey, Reykjaborgin og Fróði. Á tvö fyrsttöldu skip voru áhafnarmeðlimir drepnir í brú með hrískotaárás, síðan sökkt. Fróði fékk á sig hríðskota árás og féllu nokkrir áhafnarmeðlimir og særðust. Skipið var hinsvegar siglingarhæft og tókst áhöfninni að sigla skipinu til Vestmannaeyja og björguðst svoleiðis. Var þetta mikill hetjudáð og kafbáturinn varð af sinni bráð.
Mín fjölskylda átti efnilega menn á Péturseyjunni en það voru Þorsteinn skipstjóri og Hallgrímur stýrimaður. Ber ég nöfn beggja þessara manna.
Ég hef því ávallt þótt viðeigandi að taka þátt í og styðja það málefni sem lýtur að friðarmálum og jafnvel talið mér það skylt. Nú hefur einn forstaframbjóðandi tekið friðarmálinn upp sem verkefni sem hann ætlar að sinna.
Það er fagurt og göfugt. Því styð ég Ástþór Magnússon. Ást vísar í ástina sem allir eltast við einhverntímann á ævinni og þrumuguðinn Þór sem þekktur er úr goðafræðinni.
Áfram Ástþór og gefum gaum, kæru kjósendur, gaum að spádómi Nostradamusar um það að frá lítilli eyju í Norður Atlandshafi berist áhrif til stuðnigs friði á jörð. Hvað vitum við svo sem. Það er nóg til af atkvæðum en mjög dýrmætt að styðja þetta málefni svo það fari um víða veröld. Fylgið er á fleygiferð. Hvar er ungafólkið?
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.5.2024 | 20:26 (breytt 6.5.2024 kl. 21:29) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 224
- Sl. sólarhring: 290
- Sl. viku: 374
- Frá upphafi: 573692
Annað
- Innlit í dag: 214
- Innlit sl. viku: 332
- Gestir í dag: 210
- IP-tölur í dag: 208
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.