Ég man eftir tveim ferðum yfir Vatnsskarð.
Fyrri ferðin vorum við einhverjir að koma af Sæluvikunni. Ökumaður var Stefán frá Tungunesi, sá allrabesti. Við komumst að Vatnshlíð og fengum aðhlynningu þar og komum keðjum á öll hjól. Farartækið var nýlegur Willys jeppi og lögðum við ótrauð á Vatnsskarðið í blindbyl. Í þá daga átti fólk lambhúshettur sem voru afbragðs höfuðföt ef lengi þyrfti að aka með höfuðið út um gluggann. Svona var brotist áfram og bylurinn harður en alltaf malaði Willys-inn og hafðist að komast upp á há Skarðið, en þá rofaði til og var frekar auðsótt að komast niður af Skarðinu. Komu keðjurnar sér vel því jeppinn var eins og skriðdreki, malaði þetta jafnt og þétt, enda Stefán með duglegustu ökumönnum að fara leiðar sinnar.
Síðari ferðin var ferð af þrettándagleði í Miðgarði, en það voru skemmtilegustu samkomur á þeim tíma. Við hjónin á Syðri-Löngumýri og hjónin í Litladal, Svavar Jóhannsson og Sigurbjörg Jónsdóttir vorum á Þrettándagleðinni, Svavar er Konnari og eru þeir bræður eitilharðir piltar. Didda er frá Stóradal og er dugleg og hefur á sínum yngri árum átt við beitarfé við ýmsar aðstæður hvað veðurfar snerti, en hún var seig við að halda fé að beit á yngri árum. Farartækið, Austin Gipsy í þokkalegu lagi og gat Svavar ekið áfallalaust yfir, en með höfuðið úti, en það var ekki mikil fyrirstaða, en blint mjög. Okkur var orðið ansi kalt þegar upp á Skarðið var komið og miðaði vel niður brekkurnar, sem heita Botnastaðabrekkur en ekki Bólstaðarhlíðarbrekkur, eftir því sem ég hef heyrt. Og heim komumst við ókalinn og við bestu heilsu.
Svo er þekkt saga af því þegar rúta fór út af í Botnastaðarbrekkunni og var það heljarinnar mál að koma henni á veginn og fór fólkið í skjól að Bólstað sem þá var prestsetur og var sóknarpresturinn síra Hjálmar Jónsson vinsæll, prestur sem heimsótti alla bæi í prestakallinu þegar hann tók við sínu starfi og geri aðrir betur. Einn í þessum ferðahópi var ráherra kirkjumála, Ólafur Jóhannesson, þingmaður í kjördæminu. Svo þegar Hjálmar þurfti að fara að messa í Hlíðarkirkju var auðvitað borðleggjandi að kirkjumálaráðherra sæti guðþjónustuna. Tafðist brottför hópsins eitthvað við það, en búið var að ná farartækinu upp á veg. Lýkur svo að segja svaðilförum á Vatnsskarði.
Þetta var nú einfalt, en við getum minnst Marka-Leifa sem oft fór þessa leið fótgangandi, með erindi bæði bréf og eftirlegukindur og tryppi í óskilum í alskonar veðrum.
Ég man að Leifi gisti að Syðri-Mýrinn einu sinni í svona ferð og varð þess áskynja að ég átti afmæli þann dag. Haldið að hann hafi ekki gefið mér túkall. Ég varð glaður við það enda var lítið um gjafar eða afmælisstand á þeim tímum.
Björgunarsveitin leiðir hópakstur niður Vatnsskarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.3.2024 | 18:04 (breytt kl. 18:11) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 282
- Sl. sólarhring: 343
- Sl. viku: 432
- Frá upphafi: 573750
Annað
- Innlit í dag: 267
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 254
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.